Davíð og Ólafur Ragnar fá á baukinn. Enginn vill bera ábyrgð.

Þá hefur rannsóknarskýrslan verið opinberuð. Eflaust á mikil umræða eftir að fara fram um innihald hennar á næstu dögum.

Eftir að hafa hlustað á blaðamannafund nefndarinnar áðan held ég að það setji hroll að mörgumk hversu þjóðfélag okkar er rotið.

Ótrúlegt að bankafurstarnir skuli hafa getað hreinsað upp alla sjóði og afhent sjálfum sér og skilið erftir sviðna jörð.

Ótrúlegt hversu stjórnvöld hafa brugðist gjörsamlega sínu eftirlitshlutverki.

Það hlýtur að vera mjög alvarlegt fyrir fyrrverandi ráðherra eins og Geir Haarde og Árna Mathiessen að fá það álit framan í sig að hafa sýnt vanrækslu í starfi.

Það hlýtur að vera alvarlegt fyrir Björgvin G.Sigurðsson þingmann og fyrrverandi ráðherra að fá það álit framan í sig að hafa sýnt vanrækslu í ráðherrastarfi.

Samkvæmt kynningu rannsóknarnefndarinnar kemur það álit fram að Davíð Oddsson hafi sýnt vanrækslu í starfi sem Sewðlabankastjóri.

Nefndin fjallar um hlut Ólafs Ragnar Grímssonar,forseta,hvað varðar daður sitt við útrásarvíkinguna og dregur ekki upp fallega mynd af hans þætti.

merkilegt er einnig að heyra að nefndin yfirheyrði 147 aðila og enginn telur sig bera neina ábyrgð á því hvernig allt hrundi.

Aðalatriðið verður auðvitað hvort við lærum eitthvað af öllu þessu. Verður þjóðfélagið eins rotið áfram og það hefur verið. Það er stóra spurningin. Eiga t.d. sömu aðilar í viðskipta og bankakerfinu að fá allt afskrifað, þannig að þeir geti byrjað sama leikinn á ný.

Munu stjórnmálaflokkarnir eitthvað læra af þessu?


mbl.is Bankarnir blekktu markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég veit ekki betur en allir helstu fyrrverandi greiningaraðilar og matsstarfsmenn bankanna séu við störf í ráðuneytunum - og í bönkunum.

Að þessi stjórn læri - hún er að skrifa svartasta kaflann í sögu þessarar þjóðar og því verður að linna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband