Ætti Björn Valur ekki að segja af sér í leiðinni.

Það vantar ekki að Björn Valur þingmaður VG er stóryrtur maður og úthúðar ýmsum. Nú tekur hann forsetann Ólaf Ragnar fyrir og hvetur hann til að segja af sér. Ekki ætla ég að verja hvernig Ólafur Ragnar hagaði sér varðandi útrásarvíkingana ,undirlægjuháttinn við fyrrum bankaeigendur, Baugsmenn o.fl.

En eru það ekki einnig veruleg afglöp af þingmanni að hafa hvatt til þess að Icesavesamningurinn yrði samþykktur,ekki bara einu sinni heldur tvisvar, þrátt fyrir að í ljós hefði komið að með því væri verið að skuldbinda íslensku þjóðina langt umfram það sem eðlilegt er.

Er það ekki vítaverð vanræksla þingmanns að hafa hvatt til þess og komið því í gegn að Alþingi samþykkti slíkan samning.

Auðvitað er Björn Valur foxillur útí Ólaf Ragnar fyrir að hafa gefið þjóðinni tækifæri til að hafna nauðungarsamningnum.

Telji Björn Valur nauðsynlegt að Ólafur Ragnar forseti segi af sér held ég að hann sjálfur ætti verulega að íhuga að fá að vera samstíga í að segja af sér þingmennsku.Ábyrgð Björns Vals er mikil að hafa ætlað að skuldbinda þjóðina langt inní framtíðina langt umfram það sem okkur ber.

 


mbl.is Hvatti forsetann til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Syndir Björns Vals eru ekki minni nema fyrir þær sakir að hann var stoppaður. Hann ætti að þakka Ólafi fyrir að koma í veg fyrir samþykki ósómans - hver veit nema Björn Valur hefði verið nefndur í rannsóknarskýrslu ef samningurinn hefði verið samþykktur og dregið okkur niður í óyfirstíganlegt skuldafen!!!

Eva Sól (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Brattur

Eigum við ekki að halda því til haga að Björn Valur var nánast að vitna í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar allan tímann.

Brattur, 13.4.2010 kl. 23:59

3 Smámynd: Brattur

Gleymum því heldur ekki að þið Sjálfstæðismenn komu okkur í skuldafen Icesave og Geir Haarde skuldbatt okkur til að borga Icesave.

Brattur, 14.4.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Elle_

Jú, Björn Valur ætti að vera einn fyrstur mann að fjúka eða segja af sér.  -Hvort heldur sem kemur fyrst.  Fyrir hatramma Icesave-baráttu sína gegn þjóðinni og ótrúlegan ruddaskap oft í Alþingi og víðar.  Geir Haarde skuldbatt engan til að borga neitt Icesave (00:01) og hafði ekki vald til þess.   Núverandi stjórn, Icesave-stjórnin, er að berjast fyrir að skuldbinda okkur og gegn dómi og lögum.  Höldum því til haga.

Elle_, 14.4.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Sigurður Jónsson. Um þetta er líka skrifað á vefsíðu Þjóðarheiðurs: Björn Valur Gíslason vill, að forseti Íslands geri það, sem hann sjálfur ætti að gera!

Jón Valur Jensson, 14.4.2010 kl. 00:29

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekki ætla ég endilega að halda uppi vörnum fyrir Ólaf Grímsson, en þó mun fremur en þetta flón sem mér sýnist þessi Björn Valur vera. 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.4.2010 kl. 00:57

7 Smámynd: Brattur

Elle... þú berð bara hausnum við steininn... Geir Haarde skuldbatt okkur víst með yfirlýsingum sínum í kjölfar hrunsins... það er bara staðreynd sem þú verður að kyngja... það þýðir ekki að kenna þeim um sem ekkert gerðu af sér... en eru að reyna að bjarga okkur upp úr skítnum...

Brattur, 14.4.2010 kl. 00:58

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki að bjarga okkur upp úr skít að leggja hramm ólögvarinnar risa-gerviskuldar á þjóðina, Gísli Gíslason 'Brattur'. Hér afhjúpar þú þig sem verjenda þessarar skítugu Bretakröfu, og það skýrir kannski fleira í máli þínu, og sennilega ertu að verja vondan málstað annars hvors stjórnarflokksins um leið.

Ekkert, sem Geir gerði, skuldbatt þjóðina til greiðslu þessarar ofurkröfu, enda hafi hann enga heimild til slíks, skv. 77. gr. stjórnarskrárinnar.

Jón Valur Jensson, 14.4.2010 kl. 01:10

9 identicon

Ég segi bara að ég myndi ekki gráta mikið þó Óli segði af sér. Aftur á móti er það nú úr hörðustu átt að Björn Valur skuli kalla eftir því þar sem sá jólasveinn mætti fara á undan. Að minnstakosti var forsetinn bara heilaþveginn af ræningjum en sá ekki sjálfur um sbr. clickie

Ég verð að segja að ég hef allavega verið þakklátur einu sinni síðan hrunið var með stjórn Óla. Það er meira heldur en ég get sagt um Björn, þó *sumir* flokksmenn hans hafi þó allavega borgað eitthvað tilbaka af því að fá atkvæði mitt.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 01:16

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það væri hreinlegast ef Björn Valur myndi segja af sér - hann og hans vinnubrögð eiga ekki heima á alþingi Íslendinga - EN ég skil gremju Björns varðandi Ólaf að hafa gefið þjóðinni tækifæri til að hafna vinnubrögðum Icesavestjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 14.4.2010 kl. 07:35

11 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Ef farið yrði í saumana á hver sagði hvað og hver ekki, hver gerði hvað og hver ekki, þá kæmust menn að því að svo sem 10 þingmenn ættu ekki að segja af sér. Þegar forsætisráðherra segir eitthvað við forsætisráðherra annars ríkis er tekið mark á því. Bretar voru ekkert að pæla í því hvort Geir styddist við lög þegar hann lofaði að borga icesave reikninginn, þeir tóku þá yfirlýsingu góða og gilda, sama hvað Jón Valur segir.

Ragnar L Benediktsson, 14.4.2010 kl. 11:27

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

En innantóm orð höfðu ekkert gildi. Segðu mér, Ragnar: Ef Geir hefði lofað ítölsku mafíunni sérleyfi á öllum rútuferðum á Íslandi eða bandarísku mafíunni einkaleyfi á rekstri veitingastaða á Íslandi, myndir þú þá berjast fyrir því, að "staðið verði við það loforð"?

Nei, gerum spurninguna einfaldari: Ef Geir hefði lofað Brown og Darling slíku einkaleyfi, ætti þá að standa við það loforð?

Nei, vitaskuld ekki. En af hverju ekki? Af því að hann hafði ekki leyfi til þess! Og hann hafði ennþá síður leyfi til stjórnarskrárbrots!

Jón Valur Jensson, 14.4.2010 kl. 20:23

13 Smámynd: Brattur

Jón Valur... opinber yfirlýsing Geirs Haarde um að Ísland myndi standa við skuldbindingar sínar eru víst talin hafa bundið okkur í báða skó. Rétt eins og skriflegur samningur milli þjóða... Hann hefði betur sagt minna á þessum tíma... en það sem þú og þið sem hafi þennan málstað gagnvart Icesave verðið að skilja er að núverandi ríkisstjórn bjó ekki til Icesave skuldirnar... í guðanna bænum hættið að hamra á því... ég skil vel og ég er líka í þeim hópi að ég er hundfúll að þurfa að borga skuldir annarra... en þetta er klafi sem settur var á herðar okkar og ALLIR stjórnmálaflokkar landsins viðurkenna það við komumst ekki hjá því að greiða þessa skuld... mikið vildi ég að þessar skuldir gufuðu bara upp eða að kröfuhafar kenndu svo í brjósti um okkar að þeir gæfu skuldina eftir... þá myndi nú sólin skína í heiði bæði hjá mér og þér Jón Valur...

Brattur, 14.4.2010 kl. 21:18

14 Smámynd: Elle_

Svar við no.  7:  Nei, það ert þú sem lemur höfðinu við steininn og verð kúgun Icesave-stjórnarinnar sem fyrr.  Og viltu ekki fara að sýna þann manndóm að borga bara sjálfur lögleysuna, sem þú ætlar okkur???  Þið Jóhanna gætuð gengið í takt í Icesave-för ykkar . . .

Elle_, 14.4.2010 kl. 21:30

15 Smámynd: Elle_

Og nei, enn og aftur, Geir Haarde skuldbatt okkur ekki, þó Jóhanna,  Steingrímur og co. ljúgi því.  Hvað sem nú Geir Haarde kann að hafa sagt, skuldbindur það EKKI ríkisstjóð.  Og haltu nú bara áfram sjálfur að lemja höfðinu utan í vegg. 

Elle_, 14.4.2010 kl. 21:33

16 Smámynd: Brattur

Elle þið reynið að snúa sannleikanum á hvolf og segið sömu lýgina nógu oft í von um að einhver fari að trúa ykkur... mikið rosalega hafið þið verið heilaþvegin í Valhöll...

Brattur, 14.4.2010 kl. 21:55

17 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er ekki hægt að bera saman loforð Geirs um að borga icesave og einkaleyfi til Mafiunnar. En ykkur að segja þá er Björgólfur Thor búinn að lofa að borga eitthvað af þessu, en hann vill víst eihverja fyrirgefningu í staðinn.

Ragnar L Benediktsson, 14.4.2010 kl. 22:20

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ragnar, ég var búinn að gera spurninguna auðveldari fyrir þig: Ef Geir hefði lofað Brown og Darling sérleyfi á öllum rútuferðum á Íslandi eða einkaleyfi á rekstri veitingastaða hér, ætti þá að standa við það loforð? – Nú lendirðu í klandri, karl minn.

Þetta er nefnilega mjög sambærilegt dæmi við það, að þjóðinni sé ætlað að borga ólögvarðar Icesave-kröfur brezka ríkisins, ekki af því að okkur hafi borið einhver lagaskylda til þess samkvæmt þessu skýra tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins 94/19/EC um innistæðutryggingar, heldur af því að forsætisráðherranum hafi þókknazt að gefa út eitthvert asnalegt, óleyfilegt loforð um, að VIÐ ættum að borga þetta!!!

Hvaðan fekk hann leyfi til þess? Ekki úr 77. grein stjórnarskrárinnar! Ekki heldur frá kjósendum sínum, ekki einu sinni frá fulltrúum á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins (ef einhver skyldi halda, að samþykktir landsfunda gefi Sjálfstæðisflokks-ráðherrum leyfi til gerræðislegra stjórnarhátta í trássi við stjórnarskrána!).

Þið eruð báðir með allt niðrum ykkur, Ragnar og Gísli Gíslason hinn 'bratti' í þessu máli og ættuð að skammast ykkar fyrir þetta svikahugarfar gagnvart stjórnskipun okkar og börnum þessarar þjóðar. Þetta er ennfremur réttlæting ykkar á svikum Steingríms og Jóhönnu við þessa sömu þjóð, og það er sennilega þessi ómerkilega ástæða sem ykkur gengur til: siðlaus flokksþægðin alveg til síðasta blóðdropa sem kreistur er undan nöglunum á okkur og börnum okkar til ágóða fyrir ríkissjóði Bretlands og Hollands!

PS. Gísli Gíslason ályktana-hæfnisslappi, skuldbindingar Geirs Haarde, hverjar sem þær hafa verið í þessu máli, eru EKKI "skuldbindingar Íslands," eins og ljóst er á máli mínu hér ofar. Það væri félegt að hafa mann eins og þig í stafni í einhverju ráðuneytanna! – löglausir gerræðisstjórnarhættir yrðu þar með innleiddir, trúi ég!

Jón Valur Jensson, 15.4.2010 kl. 02:13

19 Smámynd: Elle_

Og svar við commenti no. 16.   Síst getur þú sakað fólk um að vera heilaþvegið, verð flokks-pólitik sjálfur og ætlar börnum þessa lands og foreldrum þeirra að borga Icesave fyrir flokkspólitík.  Icesave barátta mín er ekki pólitísk og reyndu ekki að klína neinum flokki upp á mig, en það eru víst einu ´rökin´sem þú hefur.  Hef alltaf verið óháður kjósandi.  Og farðu nú að borga Icesave-ið þitt.  

Elle_, 15.4.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband