Eðlilegt að Framsóknarflokkurinn viðurkenni ábyrgð eftir viðtal í Kastljósi við Valgerði fyrrverandi bankamálaráðherra.

Það er mjög skyljanlegt að varaformaður Framsóknarflokksins viðurkenni að flokkurinn beri sína ábyrgð á hruninu og allri vitleysunni sem hefur viðgengist í þjóðfélaginu.

Það var hreint út sagt ömurlegt að hlusta á Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi bankamálaráðherra í Kastljóso gærkvöldsins.

Það var ömurlegt að hlusta á hvernig sala bankanna fór fram. Og enn ömurlegra var að heyra að Valgerður skrifaði undir þótt hún  hafi frétt deginum áður um grundvallarbreytingar í söluskilmálum.

Samt skrifaði hún undir.

Eftir að hafa hlustað á Valgerði virðist það liggja á tæru að verið var að færa bankana ásilfurfati til gæðinga í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Mönnum sem höfðu enga reynslu og ekkert vit á bankastarfsemi. Það er eðlilegt að illa hafi farið.

Gott að Framsóknarflokkurinn skuli nú viðurkenna að hann ber ábyrgð á því vernig komið er fyrir okkur í dag.


mbl.is Viðurkenndi ábyrgð Framsóknarflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svabbi

Rétt er það hjá þér.

Eftir að hafa gefið bankana (ekki voru þeir borgaðir) og síðan afnumið allar reglur sem gátu komið í veg fyrir að bankarnir yrðu misnotaðir,voru þeir rændir. Allt í boði Framsóknar.

Síðan fengu þeir lánaðar (eða gefnar) hundruðir milljóna sbr. Jóninu Bjarmarz, Árna Magg og Björn Inga Hrafns

Svabbi, 14.4.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þetta var heldur erfitt viðtal fyrir Valgerði. Sem fyrrverandi bankastarfsmanni sem alltaf var með eftirlitið á hælunum þá langar mig að vita hvaða starfsmenn vissu um þessi lán, án þess beint að taka ákvörðun um þau. Þetta er með hreinum ólíkindum. Hvað ætli þau hafi gert við allar þessar milljónir. Fór þetta í hlutafé eða fyrirtækjarekstur. Kannski bara í kosningabaráttuna  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.4.2010 kl. 18:18

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Sigurður.  Er nú ekki kominn tími á,  að þú farir að blogga um félaga þína úr Sjálfstæðisflokknum og tengingu þeirra við hrunið?  Sé ekki eitt einasta blogg eftir útkomu "skýrsluna" um þína menn.  En vonandi hressist "Eyjólfur" og við fáum eins og eina blogggrein um forystu lið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins.  Kveðja.l

Þorkell Sigurjónsson, 15.4.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Elle_

Comment 1:  Það voru hundruðir milljarða, líkl. bara prentvilla. 

Elle_, 16.4.2010 kl. 11:20

5 Smámynd: Elle_

Nei, ég meinti að hundruðir milljarða, ef ekki þúsundir, fóru í lán til eigenda glæpabankanna. 

Elle_, 16.4.2010 kl. 11:23

6 identicon

Sæll.

Nú finnst mér ansi margir vera búnir að láta fjölmiðla heilaþvo sig. Stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar bera ekki ábyrgð á þessu hruni með nokkrum hætti. Þá ályktun mætti draga ef aðrar þjóðir hefðu staðið sig betur við eftirlitið en við en því er ekki að heilsa. Fyrrum bankamenn eru ábyggilega ánægðir að heyra að umræðan snýst núna frá því sem þeir gerðu og að fyrrum ráðherrum. Það er mikilvægt að hafa í huga hver er gerandinn. Er það lögreglunni að kenna ef einhver keyrir fullur? Við vitum að evrópska regluverkið var ekki gott. Á ríkið (Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið) að banna einkafyrirtæki (Landsbankanum) að opna starfsstöð og reikninga (Icesave) erlendis (Englandi og Hollandi) þegar EES samningurinn leyfir fyrirtækinu að gera slíkt?

Svo er eitt nokkuð merkilegt sem farið hefur alfarið framhjá fólki. Í skýrslunni segir sem svo að eftir/frá 2006 hafi örlög bankanna verið ráðin og ekkert hægt að gera. Það er án efa rétt. Hvers vegna vill þá rannsóknarnefndin hengja Björgvin G. sem tók við embætti 2007? Að eigin sögn hefðu þeir fallið sama hvað gert var. Þetta er mótsagnakennt og ber vott um populisma af hálfu nefndarmanna.

Menn verða að temja sér að horfa gagnrýnum augum á þessa skýrslu en ekki kyngja öllu sem fram kemur þar enda skýrslan engan vegin hafin yfir gagnrýni og langt í frá gallalaus. Það var þetta sama hugarfar (skortur á gagnrýnni hugsun) sem leiddi til þess að fólk hér sá bara stjörnur þegar bankarnir voru nefndir á nafn!!! Þó eitthvað standi í skýrslunni má efast um það og skoða hvort nefndarmenn hafi dregið réttar ályktanir.

Helgi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 20:21

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Helgi. Mér finnst alltaf erfitt að svara mönnum sem koma ekki fram undir nafni en ætla samt að svara þér. Það er rangt hjá þér að stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar beri ENGA ábyrgð en það kann að vera of mikið úr henni gert. Ég sem fyrrum bankamaður sem hætti þegar ljóst var að Búnaðarbankagengið sem kom og yfirtók Landsbankann var ekki  bankafólk heldur viðskiptamenn af verri sortinni. Ég er í fyrra kommenti einmitt að kalla eftir því "hverjir vissu um ólögmætar og/eða vafasamar lánveitingar án þess að segja frá því" Ég er að kalla eftir gagnrýnni hugsun og hugrekki í bankafólki. Ég segi bara (eins og Sigurjón sagði meðfram snúðnum,) ég hef ekki trú á þessu tali um að allt hafi verið komið í strand 2006 það er bara þvæla en þá mátti ljóslega sjá hvert stefndi og átti bara að snöggkæla spunastokkana, stoppa Icesavereikningana og hlutabréfamarkaðinn. Hvað skyldu hlutabréf hafa hækkað almennt frá 2005-2008 þegar kallið kom. Þetta átti Björgvin bankamálaráðherra að gera sem og Jónas Fr. og því er rétt að hann taki pokann sinn og þó fyrr hefði verið. Þetta áttu Geir og Ingibjörg að gera í stað þess að leggjast í víking með þessum spilafíklum. Verst var þó Þorgerður sem spilaði í lottóinu út á krít og sá líka um að halda öllum leiðum opnum t.d. að  blekkja almenning í fjölmiðlum. Sleppi því að ræða um þátt forsetans að þessu sinni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og ekki heyrt neitt nýtt úr henni en hún er víst staðfesting á öllu því versta sem við vildum ekki trúa ótilneydd. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.4.2010 kl. 22:36

8 identicon

Sæl Kolbrún, takk fyrir athugasemdir þínar við færslu mína.

Þó ég sé ekki með eigið blogg er ekki þar með sagt að ég sé ekki til! Við skulum varast svona rökvillur :-)

Þegar flestir taka íbúðalán er það lán veitt til langs tíma, 25 ára eða jafnvel 40 ára. Þegar íslensku bankarnir fá lánað erlendis er þau lán skammtímalán, lán til kannski 1-3 ára. Vegna þessa voru bankarnir búnir að reisa sér hurðarás um öxl strax 2006 og ekkert hægt að gera, þeir voru komnir með miklar skulbindingar sem þeir gátu ekki staðið við nema fá lán til að borga fyrri lán, þannig gat þetta rúllað í nokkurn tíma þar til fólki gekk almennt illa að borga bönkunum sínum til baka bæði hér og erlendis, sérstaklega erlendis. Þannig gekk þetta fyrir sig. Vel má segja að sjá hefði strax hvert stefndi 2006 en fæstir gerðu það enda þekking okkar mannfólksins á hagfræði (sem ætti raunar að heita hagspeki) afar takmörkuð. Það sem klikkað hér klikkaði líka víða erlendis. Mér finnst það fólk sem er með þingmenn, ráðherra og eftirlitsstofnanir á perunni vera búið að láta ákveðna fjölmiðla plata sig. Auðvitað vilja bankamennirnir fyrrverandi sem minnsta umfjöllun um eigin verk - slíkt er mjög skiljanlegt. Í þessari umræðu hefur skolast til hverjir eru gerendurnir. Nú skilst mér að glæpum hafi fjölgað vegna ástandsins í þjóðfélaginu, eigum við þá að láta rannsaka starfsemi lögreglunnar og láta einhverja hausa fjúka þar? Við skulum ekki gleyma hverjir eru gerendurnir og að þeir reyndu að hylja slóð sína ásamt því að segja kinnroðalaust ósatt frá.

Fleiri hafa bent á það sem ég er að nefna hér og í fyrri færslu minni:

http://andriki.is/

Bendi á færslur þeirra dagsettar 16. apríl, 15. apríl, 14, apríl, 13. apríl og 12. apríl. Mjög góðir pistlar.

Ég hef engan heyrt velta því fyrir sér hvaðan allir þessir peningar komu sem allt í einu var hægt að lána á milli landa? Þeir voru ekki til fyrr en ca. 2003 eða svo en eftir það rann lánsfésá á milli landa og banka. Hvaðan komu þessir peningar? Hefur enginn velt því fyrir sér? Af hverju ræðir það enginn? Er það kannski vegna þess að fólk er illa að sér og vill bara sjá blóð flæða líkt og á miðöldum? Af hverju varð allt í einu mikið framboð af lánsfé? Ég ætla ekki út í það hér en ástæðan er skýring þess vanda sem við og fleiri lönd erum í í dag. Samt er þetta mikilvæga atriði hvergi rætt!!

Mér finnst hins vegar eðlilegt að Jónas og stjórn FMR fari eins og hún gerði, sem og þeir þingmenn sem eru skuldum vafnir. Fleiri innan FMR þurfa að taka poka sinn af siðferðilegum ástæðum. Hvað með "sérfræðingana" sem framkvæmdu þolpróf á íslensku bönkunum og sögðu að væri í himnalagi 6 vikum fyrir hrun. Eiga þeir að vera áfram þarna á meðan forstjórinn fer og þarf að þola skammir fyrir þeirra verk? Svona hreinsanir þurfa að skila einhverju öðru en frumstæðri þörf fólks til að sjá aðra þjást. Hvað með Seðlabankann? Er eðlilegt að Arnór Sighvatsson hækki í tign og sé gerður að aðstoðarbankastjóra þegar hann var mitt í allri hringiðunni fyrir hrun? Ætli hann hafi ekki komið eitthvað að vaxtaákvörðunum bankans í gegnum tíðina? Ætli hann hafi ekki komið eitthvað nálægt því að ákveða hvaða veð SÍ tók fyrir lánum sínum til viðskiptabankanna rétt fyrir hrun (sem leiddi til 275 milljarða taps SÍ)? Hvar eigum við að draga mörkin, eiga bara þeir sem oft birtast í fjölmiðlum að fjúka? Er það mælikvarðinn?

Við skulum ekki kokgleypa allt sem þessi nefnd segir og heldur ekki það sem fjölmiðlamenn vilja að hugsum. Svo var einnig að koma í ljós að hún sleppti því að ræða við Björgúlf Thor og fleiri. Er það eðlilegt þó hann beri víða á góma í skýrslunni? Sjá hér:

http://eyjan.is/blog/2010/04/16/bjorgolfur-thor-var-ekki-kalladur-fyrir-rannsoknarnefndina-hvorki-thorgerdur-ne-illugi/

Við skulum aðeins staldra við og hafa í huga hverjir eru gerendur í þessu öllu saman.

Sigurður, takk fyrir skemmtilegt blogg :-)

Helgi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 12:31

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Helgi. Rökvilla ? Ég geri fastlega ráð fyrir að þú sért til hvað svo sem þú heitir en það flokkast varla undir rökvillu að segja að þú sért ekki undir nafni hér á blogginu. Þú virðist þó ólíkt mörgum sem þannig eru með heilbrigðar skoðanir og engir öfgar sjáanlegir í þessum kommentum.Ég er sammála þér í öllu því sem fram kemur í þessu kommenti og víst hef ég spurt mig og aðra bæði sem bankamaður og almennur borgari hvaðan allir þessir peningar komu. Oft velti ég því fyrir mér hvort við ( Landsbankinn) værum peningaþvættismiðstöð fyrir rússnesku mafíuna eða önnur glæpasamtök. Vandræðin byrjuðu þegar farið var að lána húsnæðislán í Bandaríkjunum án þess að greiðslugeta væri fyrir hendi og síðan selt sem verðmætir pappírar til peningasjóða í Evrópu. Á þessu hefur Obama beðist afsökunar eftir því sem ég best veit. Þarna átti að láta heiminn greiða fyrir velferðarþjónustuna í USA. Ég veit allt um það hvernig bankarnir endurfjármagna erlend lán en gallinn hér heima var að menn voru að taka erlend lán en voru með launin í IKR sem hefur aldrei þótt skynsamlegt, hvað þá þegar um svo stór lán er að ræða sem húsnæðislán. 2006 var hægt að stoppa þetta en þá hefðu þessir einstaklingar sem spiluðu djarft  ekki getað kreist gjaldeyri út úr bönkunum og komið honum undan eins og þeir hafa gert.

Fjölmiðlamenn langflestir voru siðspilltir snobbarar eins og aðrir og gerðu í því að sniðganga nördana sem voru að mótmæla þessu. Af hverju voru stærstu fyrirtækin að styrkja þá flokka sem líklegastir voru til valda?

Auðvitað á að skoða bankamenn líka ekki óttast ég það. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.4.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband