27.4.2010 | 10:16
Ótrúlegt ef Ólafur Ragnar ætlar að sitja áfram í embætti forseta.
Eftir allt sem á undan er gengið og eftir að rannsóknarskýrslan gjörsamlega slátrar Ólafi Ragnari er hreint og beint ´ðotrúlegt að hann skuli treysta sér til að sitja áfram í embætti forseta Íslands á Bessastöðum.
Það sem setur þó punktinn yfir i er yfirlýingarÓlafs Ragnars um að Kölugos sé yfirvofandi á næstu dögum. Með yfirlýsingu sinni tókst honum að hræða erlenda ferðamenn frá því að koma hingað. Heyrst hefur að ferðaþjónustan meti yfirlýsinguna til nokkurra ruga milljarða í tekjutapi.
Hávær krafa almennings er nú um afsagnir þingmanna,sem sváfu á verðinum í hruninu og þáðu himinháa styrki frá fyrirtækjum og bönkum.
Sama krafan hlýtur að vera á lofti gagnvart Ólafi Ragnari.
Nú er rætt um í framhaldi yfirlýsingagleði Ólafs Ragnars og klappstýruhlutverki hans hjá auðmönnum og fyrrum bankaeigenda að setja þurfi forsetaembættinu siðareglur.
Auðvitað þarf að gera það, en eftir sem áður er líklegt að Ólafur Ragnar sitji áfram næstu árin enda kemur fram hjá honum að hann telur enga nauðsyn á að setja siðareglur.
Það er ekki nóg að heimta að þingmenn þurfi að segja af sér ef toppurinn sjálfur forsetinn getur setið eins og ekkert hafi gerst sem forseti á Bessastöðum.
Best væri auðvitað að stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar sæi það sjálfur að það er best fyrir nýja Ísland að hann segi af sér og við fáuum að kjósa um nýjan forseta.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur Ragnar hefur farið margar ótroðnar slóðir sem forseti lýðveldisins. Afsögn væri nýlunda.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 10:39
Afsögn væri fásinna þó fáir litlir menn vilji hann burt,hann hefur stuðning þjóðarinnar og hefur alltaf haft.
Friðrik Jónsson, 27.4.2010 kl. 11:07
Hann hefur stuðning minn eftir að hann neitaði að skrifa undir Icesave samninginn þann 05.01.2010
Hitt er annað mál að mín skoðun er sú að við ættum að leggja nyður forsetaembættið eftir kjörtíma Ólafs og spara með því miklar fjárhæðir!
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 11:13
Hefur hann stuðning meirihluta þjóðarinnar? Ég held ekki.
Sigurður Jónsson, 27.4.2010 kl. 11:56
Jú það held ég. En svona er þetta, alltaf öskra frekustu börnin hæst. Þú ert kjáni Sigurður Jónsson.
Andri Egilsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 11:58
Friðrik og Sigurður styðja Ólaf.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 11:59
Hef ekki stutt hann hingað til og mun ekki gera - undantekning - nokkrir daga v. landkynningar í vetur-
auk þess vildi ég að þetta embætti yrði lagt niður og embætti forseta þingsins gert valdameira og að forseti þingsins yrði kjörinn sérstaklega -forseti þingsins væri ekki hluti meirihluta þingsins - forseti væri forseti alls þingsins ekki bara meirihlutans.
þar að auki vildi ég sjá að kóngsmerkið færi af Alþingishúsinu
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 12:23
Forseti Íslands hefur ávallt verið sér og þjóðinni til sóma og álitsauka í öllum embættiserindum, heima sem erlendis. Einungis nokkrar heybrækur úr sjálfstæðisflokki og slatti af BHM fólki sem haldið er sama sjúkdómi, s.k. Davíðsheilkenni fer á límingunum í hvert skipti sem hann tjáir sig. Heilkenni þetta lýsir sér sem heift og hatur ásamt algjöru getuleysi til fyrirgefningar eða sátta vegna gamalla væringa.
Emil Aðalsteins. (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:25
Það versta við Ólaf eru hinar ótrúlega skringilegu þjóðremburæður sem hann hefur haldið útum víðan völl og eru svo vandræðalegar fyrir ísland að það hálfa væri nóg.
Þó er annað verra. Meirihluti innbyggjara styður og er aalveeg sammála útleggingu Forsetans á yfirburðum íslenskra og frábærleika allrahanda. Alveg sammála.
Enfremur er hann það sem kallað er utanlands "EU-skeptiker" og það er hallærislegt og heimóttalegt.
Það lítur orðið þannig út að erlendir fjölmiðlar leitist við að fá hann í viðtöl bara uppá fönnið. Menn skulu líka taka etir að erlendir fjölmiðlar tala og spyrja eins og Forseti ísl. sé valdamikill. Þeir fatta auðvitað ekkert þetta ísl. fyrirkomulag með Forsetann - enda virðist umdeilt á íslandi hvert valdsviðið er, svo erlendum er þarna viss vorkun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2010 kl. 13:56
Ég geri ekki ráð fyrir að maður jafn gjörsmlega sneyddur sjálfsgagnrýni og ÓRG, rassasleykir auðmanna, er muni einhverntíma segja af sér. Þess vegna er mjög aðkallandi að siðareglur verði settar á hann sem allra fyrst. Hann er sennilega búinn að kosta þjóðina meira en rúmlega 5% vextirnir á Icesafe hefðu kostað okkur. Ef það er nú orðið hlutverk forsetans að vara erlent fólk við því að Katla geti hugsanlega gosið, þá er rétt að hann fari strax í heimspressuna og segi frá því að dauðsföll vegna umferðaslysa á Islandi séu ekki óþekkt og því væri rétt fyrir alla að forðast að koma hingað til lands, enda stór hættulegt. Rétt væri að hann tæki það líka fram að fólk hefur dottið í stigum hér á landi. :Því enn meiri ástæða til að forðast að heimsækja okkur. Því fyrr sem við sjáum á bak ÓRG, því betra.
Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 15:23
Tómas hann á ekki eftir að sitja nema í nokkra mánuði.
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 16:34
Sigurður: Guði sé lof og dýrð.
Annars var ég að sjá að ÓGR og um 100 íslendingar væru komnir til Bali að ræða jarðhitamál. Hér með er því komið á framfæri að sömu aðilar, forsetaembættið þar meðtalið" gefi Mæðrastyrksnefnd sömu upphæð og það kostaði þá að senda þessa pótintáta hálfa leið umhverfis hnöttinn og til baka aftur ásamt uppihaldi og/eða dagpeningum sem þetta kostaði. Sé ekki í hendi mér hvað ÓGR og 100 landar hafa þarna að gera, nema þeir séu að njóta sólar og framandi umhverfis. Það útaf fyrir sig hefur lítið með jarðhita að gera.
Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.