Siðferði Samfylkingarinnar er furðulegt.Laun Seðlabankastjóra eiga að hækka um 400 þúsund á mánuði.

Samfylkingin er furðulegur stjórnmálaflokkur svo ekki sé meira sagt. Það er ekki langt síðan að Jóhanna Sigurðardóttir kom fram í fjölmiðlum og talaði um að ofurlaun í stjórnkerfinu gengi ekki. Samfylkingin hefði ákveðið að vinstri stjórnin tæki á þessum málum. Ekki nokkur strafsmaður í opinbera kerfinu skyldi vera hærra launaður en forsætisráðherra. Þetta átti að ganga í almenning. Þarna var hinn sterki leiðtogi Samfylkingarinnar að tala,sem ekki þolir neitt óréttlæti eða sukk og svínarí.

Svo er það náttúrlega spurningin hvort þetta hafi gengið eftir. Margir efast og reyndar vita að margir eru enn hærra launaðir en forsætisráðherra. Vel má vera að annað sé ekkio hægt,en hvers vegna var þá Samfylkingin að boða annað.

Og alveg er það nú stórkostlegt að Samfylkingunni skuli nú á þessum tíma svona rétt eftir útgáfu rannsóknarskýrslunnar detta í hug að ætla að hækka laun Seðlabankastjóra um 400 þús. á mánuði.

Sagt er að það hafi verið búið að lofa Seðlabankastjóra þessari hækkun.

Já,spillingin grasserar enn hjá Samfylkingunni.


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.

Svo eltir VG alltaf Samfylkinguna í þessum málum en telur sig enn flokk réttlætis.  VG er flokkur algers tvískinnungs og veruleikafirru eins og Samfylkingin.

Ég er jafnaðarmaður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Stefán er ekki einn um óánægjuna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.5.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

NIÐUR MEÐ FLOKKSRÆÐIÐ LYFI LÝÐRÆÐIÐ!

Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 13:32

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég held að ég sé nú í fyrsta skipti sammála þér, varðandi hækkun á launum seðlabankastjóra á þessum síðustu og verstu. Það gildir líka um fjárdrátt SA-Gildis-fjárdráttar-vogunarsjóðs-stjórnendur. Ertu ekki sammála því? Réttlæti fyrir alla?

Þú ert gífurlega öflugur verjandi S-flokks-fólks.

Mér finnst þú og fleiri allt of hlutdrægur í öfgapólitíkinni sem ríkir hér á landi, og það veikir að sjálfsögðu allt sem þú og fleiri tjá sig um.

Réttlæti er nefnilega þannig að þú tekur afstöðu með málefnum á réttlátan hátt fyrir alla, en ekki bara suma, og alls ekki flokkum á svona erfiðum tímum! Um leið og fólk einskorðar réttlæti við einhvern siðspilltan flokk, hvort sem það er S, SF eða einhver annar flokkur, þá hverfur traustið og trúverðugleikinn á að um einlæga réttlætis-skoðun sé að ræða! Það eiga allir skilið réttlæti, óháð öfgastefnum eftir flokks-þvingunum. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 14:23

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég hef leyft mér að gagnrýna nokkuð harðlega enda ofbýður flestum Íslendingum það sem gerst hefur á síðustu árum og almenningur situr uppi með að þurfa að greiða fyrir. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með marga Sjálfstæðismenn hvernig þeir stóðu að málum og hafa hagað sér.

Sigurður Jónsson, 3.5.2010 kl. 21:01

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður! Gott að heyra þína réttlátu skoðun. Mb,kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 21:57

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - þú verður að útskýra það hvernig þú setur - siðferði - Samfylking - í sömu setninguna án þess að allt fari á skjön í blogginu þínu.

Þetta tvennt fer ekki saman frekar en trúnaður og Sf.- Traust og Sf.

hættur - fer að verða skjálfhentur á því að ramba svona á brúninni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 22:06

8 identicon

when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.

mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband