3.5.2010 | 21:10
Við hvað var Már Seðlabankastjóri að miða? Einstakt að kalla launahækkun launalækkun.
Ég hlustaði á Má Seðlabankastjóra í Kastljós þætti kvöldsins. Hans rök eru þau að Kjararáð hafi lækkað hans laun. Hann segist ekki myndi þiggja 400 þús. króna launahækkun til viðbótar við það sem hann hafði. Rétt að undirstrika það sem hann sagði um viðbótina.
Aftur ámóti sagði hann að tvenn lög giltu annars vegar um kjararáð og hins vegar um Seðlabankann. Már sagði að sjálfsögðu gæti bankaráðið bætt sér skerðinguna frá því sem var. Það væri þá spurning um hvað mikið launin hefðu átt að lækka. Sem sagt hækki bankaráðið launin um 300 þús á mánuði þá er það lækkun frá þvú sem var.
Heitir þetta að vilja ekki launahækkun? Már Seðlabankastjóri viðhafði fáránlegar kúnstir í Kastljósi kvöldsins.
Már myndi ekki þiggja launahækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúverðugur hrokagikkur. Eru þessar reikningskúnstir hafðar uppi í Seðlabankanum?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.5.2010 kl. 21:15
Mun skemmtilegri en Jón Gnarr.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 21:30
Maðurinn var ráðinn fyrir um það bil ári síðan, gerður var við hann samningur þar sem honum voru tryggð ákveðin laun, að mér skilst laun sem ekki var samið um heldur var hann upplýstur um þau áður en umsókanrfrestur rann út. Nú hafa stjórnmálamenn svo breytt lögum og kjararáð ákveður ný laun, þó er sá fyrirvari á að stjórn Seðlabankans getur breytt þeirri ákvörðun. Már lýsir því yfir að hann muni sætta sig við niðurstöðu stjórnarinnar. Að því er ég best sé hefur Már alls ekki verið viðriðinn við launamálin á annan hátt en þann að hann fær upplýsingar um launin áður en hann tekur við starfinu og ég geri ráð fyrir að þau hafi verið hluti af ákvörðun hans um að sækja um starfið. Ef menn vilja vera fúlir út í einhverja, þá tel ég að réttast sé að beina spjótunum að þeim sem ákvörðuðu launin upphaflega.
Sigurbjörg, það er undarlegur hroki að lýsa því yfir að hann sætti sig við launalækkun mótþróalaust.
Það er einnig áhugavert hversu mikið er horft á laun þeirra sem eru í fastri vinnu hjá ríkinu. Mér þætti að minnsta kosti jafn áhugavert að heyra um hversu háar greiðslur, ráðgjafar og aðrir sem ráðnir eru sem verktakar fá.
Kjartan Björgvinsson, 3.5.2010 kl. 21:45
Þarna er enn eitt dæmið um samninga sem Steingrímur og Jóhanna hafa gert í reykfylltum bakherbergum. Auðvitað er augljóst að gamli komminn Már hefur beðið um hækkun, engin mundi láta sér detta í hug að fyrra bragði að nefna slíkt á þessum tímum. Allavegana ekki grandvör og heiðaleg kona eins og Lára Júlíusdótti er. En kommarnir Már og Steingrímur eru ekki bara valdasjúkir, heldur er fégræðgi þeirra með ólíkindum. Þeir eru í hópi með útrásarvíkingum að því leiti að báðir snobba sig á fornbíl og keyra í kring um tjörnina á hverjum sunnudagsmorgni með Björgúlfi og Jóni Ásgeiri og fleirri líkum kónum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 22:45
when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.
mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 05:01
Það kom fram hja Laru V að þettað hefði komið fra henni eg vil hana burt ur þessu embætti mer er spurn er þettað skasta liðið sem við getum fengið i þessi embætti ef svo er er vist eyns gott að fara að forða ser burt heðan RG
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.