Ætlar Samfylkingin að losa sig við ráðherra sem er á móti aðild að ESB?

Sunnudags vinnufundur var settur á til að ræða sameiningu ráðuneyta. Nú skal lagt til atlögu að Jóni Bjarnasyni ,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og leggja ráðuneytin niður og fella inní atvinnumálaráðuneyti. Þar með væri hægt að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni. Auðvitað leggur Samfylkingin áherslu á að ekki megi ráðherra tala gegn umsókn í ESB.

Svo er það auðvitað spurning hvort það sé nú rétt að leggja niður sjávarútvegsráðuneytið, sem hefur okkar helsta atvinnuveg á sinni könnu. Veitir nokkuð af því að það sé sérstakt og sjálfstætt ráðuneyti? Ég tel það nauðsynlegt ekki síst fyrir landsbyggðina.

Svo heyrist talað um að Ragna Árnadóttir,dómsmálaráðherra sé á förum. Alveg væri það nú eftir öðru hjá Vinstri stjórninni að láta eina ráðherrann sem nýtur almenns trausts meðal þjóðarinnar víkja. Er það nú skynsamlegt að láta jafn ágætan dómsmálaráðherra og Ragna er víkja núna mitt í öllum spillingarvefnum.

Er ekki einmitt nauðsynlegt að dómsmálaráðherra sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki. Ég tel það vera stóran kost eins og landslagið er núna.


mbl.is Ríkisstjórnin fundar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála..

hilmar jónsson, 9.5.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í minum huga er Jón Bjarnason ESB-sinni af þeirri einföldu ástæðu að hann styður bæði flokk og ríkissjórn sem syður umsóknina að ESB, og ekki bara það, heldur  er þingmaður í ESB-flokki VG sem styður  umsóknina og er í hinni ESB-sinnuðu ríkisstjórn sem styður aðildar- og AÐLÖGUNARFERLIÐ að ESB líka. Eða geta menn stutt það
sem þeir eru ALFARIÐ á móti sísvona? Nei, auðvitað ekki, OG ÞVÍ SÍÐAR AÐ GETA KOMIST UPP MEÐ ÞAÐ!  Þannig að Jón Bjarna er argasti ESB-sinni eins og allt þetta
andþjóðlega kommalið í VG. Enda öfga-alþjóðahyggjusinnar alveg eins og sósíaldemókratanir. Enda þurfti BARA hreinræktaða vinstristjórn komma og krata til að hleypa
ESB-hraðlestinni af stað!  Tilviljun?  NEI ALLS EKKI!  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef Ragna verður látin víkja held ég að fólk muni standa upp og mótmæla kröftuglega, ég vona það allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ragna Árnadóttir er ómissandi að mínu mati.

Best væri ef fólk ólíkra flokka hefði hugsjóna-þroska til að vinna að velferð allra landsmanna núna, og reyndar líka í framtíðinni.

Allt sérhagsmuna-svika-brask dregur fólk að lokum fyrir dóm, sem getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir nokkurn, og síst af öllu saklaus börn og aðra aðstandendur þeirra sem þannig haga sér.

Það hlýtur að vera hræðileg tilfinning fyrir barn á fordómafulla Íslandi að þola ásakanir um þá sem þeim þykir vænst um. Börn eru varnarlaus þegar óvægnir dómarar götunnar láta reiði sína bitna á saklausum börnum sem engu ráða? Sýnum börnum alla-vega tillitsemi og virðingu! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband