Ríkisstjórnin hlustaði ekki á Davíð Oddsson segir Styrmir Gunnarsson.

Sryrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins var gestur í Silfri Egils í gær. Eins og alltaf þegar Styrmir tjáir sig er það mjög athyglisvert og hann færir góð rök fyrir sínum skoðunum. Styrmir hefur skoðað rannóknarskýrsluna og í vikunni er væntanleg frá honum bók um hrunið.

Egill spurði Styrmi um það hvers vegna hann vildi ekki gera mikið úr þætti Seðlabankans og Davíðs Oddssonar í hruninu.

Sryrmir sagði það koma greinilega fram í skýrslunni að Davíð hefði varað ríkisstjórn geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar við hættuástandi bankanna. Ríkisstjórnin hlustaði ekki á Davíð og greip ekki til neinna ráðstafana.Hvers vegna ekki?

Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin leit á Davíð sem óvinveittan aðila og gat ekki hugsað sér að leggja við hlustir hvað þá að fara eftir því sem Davíð sagði.

Það hlýtur að vera mikið rannsóknarefni hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin ekki hlusta á aðvörunarorð Davíðs. Er eðlilegt að óvild í garð eins fyrrverandi stjórnmálamanns ráði því að hagsmunum þjóðarinnar er fórnað.

Nú sotja enn í ríkisstjórn fulltrúar Samfylkingarinnar sem komu að þessum málum, Jóhanna,Össur og Kristján Möller. Þau hljóta að bera mikla ábyrgð vegna þess að þau hlustuðu ekki á aðvörunarorð Davíðs um slæma stöðu bankanna.

Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fara á yfir rannsóknarskýrsluna og meta hvað á að gera hlýtur sérstaklega að taka á aðgerðarleysi forystu Samfylkingarinnar.

Það er ekki boðlegt að pólitískt hatur á Davíð Oddssyni skuli hafa komið í veg fyrir að forysta Samfylkingarinnar hlustaði á aðvörunarorð. Samfylkingin getur ekki skotið sér undan ábyrgð. Það var hennar forysta sem kom í veg fyrir að hlusta mætti á Davíð Oddsson,þáverandi Seðkabankastjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er hárrétt greining, það er hugsanlegt að fólk sé farið að átta sig á þessu. Hins vegar er ekki heppilegt að stjórnmálamaður sé settur í jafn mikilvæga stöðu og seðlabankastjóri er. Það hefur nú sannast að þá skiptir ekki máli hversu hæfur hann er í starfi, hann þarf að eiga við stjórnmálamenn sem oft á tíðum hafa ekki skynsemi til að hlusta á rök.

Það verður þó að taka með í reikninginn að þegar DO var skipaður seðlabankastjóri, var komin á sú hefð að í þeirri stöðu væru stjórnmálamenn. Því miður hefur þetta ekki breyst, nú er í þessum stól leinikrati.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara rugl i kallinum.

Það sem skýrslan leiðir í ljós er að Dabbi var alltaf útá túni hreinlega - enda hafði hann ekkert vit á málefnum Seðlabankans og þegar hann kom þangað þá fór hann, eins og oft áður í starfsferli sínum, að leika einhvernn lítinn einræðisherra  Hlustaði á engann og frysti td. hagfræðideildina bara úti og þóttist allt vita og allt geta best sjálfur.  Mjög kunnuglegt þema og kemur ekki á óvart.

Síðan gerist það þegar hann er á ferðum erlendis að útlenskir menn,  svo sem seðlabankastjórar koma að máli við hann og segja: Fyrirgefðu, ert þú þessi seðlab.stjóri á íslandi ?  Og veistu þá ekki að þú ert að rústa landinu með óstjórn þinni og vitleytsisgangi etc.  Og í framhaldi sögú honum að bankarnir hans væru í vondum málum o.s.frv.

Maðurinn kom alveg af fjöllum og vissi ekkert í sinn haus.

Nú, síðan gerist það að hann kemur þarna korter í 3 með miklum bæslagangi á eitthvað 2 ríkisstjórnafundi bölvandi og ragnandi, fussandi og sveiandi,  og þá helst yfir vondum útlendingum, skilst manni.

Það voru nú allar "viðvaranirnar"

Þetta hjá Styrmi er bara verleikahönnun Sjalla og söguskrifun sem hentar þeirra própaganda.  Hluti af þessu própaganda er að sjallahrunið hafi verið VG að kenna !   Enda hvað sagði Bjarni Ben I ?  Jú, við verðum að skrifa söguna.  Hinum er ekki treystandi til þess !

Styrmir hefur helst getið sér frægð í tengslum við skrif er varða Sjallahrunið  á þann hátt að hann kom fram með Umsáturskenninguna frægu.  Vondir útlendingar sátu um ísland.

Það tekur enginn maður með 1% viti eða meira nokkurt mark á þessum veruleikahönnuði sjalla.  Ekki nokkur.  Bara steypa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.5.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband