Stóriðja Vinstri grænna komin í framkvæmd.

Vinstri grænir hafa verið á móti allri atvinnuuppbygginu í landinu ef hún á að tengjast virkjunum og stóriðju sem tengist áli.Mörgum finnst að Vinstri grænir séu helstu hemlar allra framfara í landinu. Það gerist ekkert til að auka útflutning, auka atvinnu og skapa verðmæti.Vinstri grænir hafa alltaf bent á að við hefðum önnur tækifæri.

Og nú er sem sagt stóriðja Vinstri grænna að komast á fullt flug. Við ætlum að flytja inn útleninga og kenna þeim að prjóna.Hugsið ykkur prjónaver munu rísa út um allt land,þar sem ungar,miðaldra og gamlar útlendur konur sitja og prjóna. Að sjálfsögðu munu svo fljóta með einstaka miðaldra karlar.

Svei mér þá. Maður verður að hætta að skammast út í Vinstri græna. Fyrir nokkru sá Steingrímur J. aðalvöxinn í að framleiða bjór og nú kemur prjónaskapurinn í viðbót.

Maður verður hreinlega að hætta að kalla Vinstri græna afturhaldsflokk. Hvaða máli skiptir þótt við virkjum ekki og reisum ekki verksmiðjur. Hvaða máli skiptir þótt 16000 Íslendingar séu atvinnulausir ef við getum kennt útlendingum að prjóna.


mbl.is Prjónaferðir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Það er líka hægt að tína fjallagrös hef ég heyrt.

Ef garðyrkjustöðvar fengju rafmagn á sama verði og álverin, þá gætu þær undirboðið heimsmarkaðsverð á lífrænt ræktuðum tómötum og gúrkum. Fimm% af þeim markaði, gæfi tvöfallt hærri hreinar gjaldeyristekjur, en öll álverin og til þess þarf tíu% þeirrar orku sem þau nota.

Hvernig litist þér á svona stóriðju?

Dingli, 10.5.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já og ekki má gleyma hitakæru örverunum hennar Kolbrúnar arfavitru.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.5.2010 kl. 15:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og svo er mikið af rabarbara hjá mér;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.5.2010 kl. 17:06

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Nú er ég viss um að Vinstri grænir gleðjast mjög að fá svona frábærar stóriðjuhugmyndir.

Sigurður Jónsson, 10.5.2010 kl. 17:15

5 Smámynd: Dingli

Það má kannski nota örverurnar til að roðfletta rabbabara og til að vinna C-vítamín úr hundasúrum. Sultugerðar og vitamin-bisnesar eru stóriðja á heimsmælikvarða.

Dingli, 10.5.2010 kl. 17:27

6 Smámynd: Elle_

Hugsið ykkur prjónaver munu rísa út um allt land,þar sem ungar,miðaldra og gamlar útlendur konur sitja og prjóna. Að sjálfsögðu munu svo fljóta með einstaka miðaldra karlar.  

Já, Sigurður, þú segir nokkuð.  

Elle_, 10.5.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband