Mun slæm staða Sjálfstæðisflokksins og forystu hans hafa áhrif á útkomu D-lista ?

Lítill áhugi er víða fyrir sveitarstjórnarkosningunum en áhuginn beinist að landsmálunum og þær uppákomur eiga sér stað gegn bankamönnum og útrásarliðinu.

Mun niðurstaða kosninga í sveitarfélögunum að einhverju leyti endurspegla stöðuna í landsmálunum. Staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu er verulega erfið  og þessi niðurstaða um traust til forystumanna stjórnmálaflokkanna sem birtis hér á mbl hljóta að vera gífurlegt áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það er t.d. nokkuð víst að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík nær ekki meirihluta og tapar trúlega fylgi. Þetta eru verulega slæm tíðindi því flestir eru ánægðir með Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

Í Reykjanesbæ heldur D-listinn fylgi sínu nokkuð vel en tapar þó 5% frá síðustu kosningunum.

Í kvöld kom svo skoðanakönnun frá Akranesi sem segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji.

Fróðlegt er að velta fyrir sér hvernig D- lista muni spjara sig hér í Garði. Í fyrsta skipti í 100 ára sögu sveitarfélagsins er nú boðinn fram listi beintengdur stjórnmálaflokki. Aldrei áður hefur verið boðið fram undir listabókstaf stjórnmálaflokks í Garði. menn hafa hingað til viljað aðskilja flokkapólitík og sveitaratjórnarpólitíkina.

Nú liggur það fyrir að Sjálftæðismenn standa alls ekki einhuga að baki D-listans. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði er t.d. í öðru sæti á L-lista, lýðræði til fólksins.

Það er því erfitt að gera sér grein fyrir hvernig tekst til að bjóða fram undir D.


mbl.is Flestir treysta Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég er þeirrar skoðunar að það muni ekki verða raunin, ég held að fólk muni sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er eina von okkar til að vinna okkur út úr þessari krísu, samanber það sem er að gerast í Bretlandi, þar sem Íhaldsflokkur Camerons er að sigra með yfirburðum, mörgum finnst þetta kannski eins og að bera saman epli og appelsínu, en ég er ekki á því!

Guðmundur Júlíusson, 12.5.2010 kl. 19:49

2 identicon

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garðinum dróg sig í hlé þann 19.feb um óákveðinn tíma. Ef fólk í Garðinum skoðar málefnin og reynsluna á listunum fyrir hvað  þeir standa fyrir þá er ég viss um að fólk kjósi rétt.

Gísli H (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband