Sjálfstæðismenn sigra í Garðinum.

Eins og í öðrum sveitarfélögum fer kosningabaráttan frekar hægt af stað. Reyndar er búið að opna kosningaskrifstofur og blöð listanna farin að berast inn um lúguna.Loforðalisti D-listans er mikill og flottur. Ég heyri einnig að fólk hefur meiri trú á frambjóð-endum D-listans heldur en fulltrúum N-listans.

Miðað við það sem maður heyrir og finnur fyrir stemningunni tel ég nokkuð víst að D-listinn, listi Sjálfstæðismanna og óháðra muni vinna sigur og fá hreinan meirihluta.

Það er engin stemning fyrir N-listanum sem er sá listi sem hefur nú meirihluta og nýtt framboð fær sennilega ekki nema einn fulltrúa.

Mín spá er að D-listi fái 4 fulltrúa, N-listinn fái 2 fulltrúa og L- listinn fái 1 fulltrúa.

Reyndar er vika mjög langur tími í pólitíkinni þannig að þegar kosningabaráttan byrjar fyrir alvöru getur allt breyst á stuttum tíma. En ég held að staðan sé svona núna, skrifa seinna hvort ástæða er til að breyta spánni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef nú alltaf haft á tilfinninunni að meirihluti fólks í Garðinum væri af ættinni D..:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.5.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eru ekki Sjálfstæðismenn á L-lista líka?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.5.2010 kl. 15:23

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jú,jú fullt af Sjálfstæðismönnum þar m.a. formaður Sjálfstæðisfélagsins. Hann hefur reyndar sagt af sér núna.

Sigurður Jónsson, 16.5.2010 kl. 15:31

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ja hérna. Ég held að efsti maður á H-lista í Sandgerði sé varaformaður Sjálfstæðisfélagsins. Eitthvað virðist líkt með bæjarfélögunum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.5.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband