Ætla Reykvíkingar að fórna flottum borgarstjóra svona uppá grín ?

Það er orðið svo stutt í kosningar að maður fer að halda að Reykvíkingar ætli í alvöru að kjósa Besta flokkinn til valda. Það væri furðuleg niðurstaða þar sem góður meirihluti er mjög ánægður með Hönnu Birfnu sem borgarstjóra.

Svo er það verulega ósanngjarnt ef kjósendur í Reykjavík ætla að refsa Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokknum fyrir þaðsem gerðist í landsmálunum.

Það skiptir verulegu máli hvernig haldið er á málum í hverju sveitarfélagi. Það er því slæmt ef svo er komið að kjósendur vilji slá sveitarstjórnarkosningum uppí einhvern fíflagang og velja til setu í sveitarstjórn aðila sem hafa ekki farið neitt leynt með það að um grínframboð er að ræða.

Það er óskaplega erfitt að trúa því að kjósnedur í stærsta sveitarfélagi landsins meti hagsmuni sína svo að best sé að koma grínframboði til valda.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er einu skilaboðin sem þetta fólk skilur; þ.e. að þeim sé gefinn fingurinn. Og með því að kjósa Bestaflokkinn eru það góð og gild skilaboð. Enda geta ekki verið verri stjórnendur þar innanborðs heldur en fjórflokkurinn er að bjóða upp á núna. Ja, slæmt er það þá, segi ekki annað.

Dexter Morgan, 18.5.2010 kl. 00:54

2 identicon

Öllu gríni fylgir fúlasta alvara. Þeir sem kjósa Besta flokkinn vilja greinilega fá nýtt fólk í stjórnmálin og þá í burt sem voru við stýri skútunnar þegar hún sigldi í strand. Þeirra tími er liðinn, það eru skýru skilaboðin.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 02:07

3 identicon

Kanntu annan Siggi, en þú þekki þetta frá eyjum ! 

Svenni (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 04:59

4 identicon

Hanna Birna er fremst í flokki sem valdi Ólaf Magnússon yfirgrínara til að vera borgarstjóri, hún og flokkurinn gerir hvað sem er fyrir völdin. Hún er í flokki sem vildi gefa FL-Grop og Glitnis genginu Orkuveituna. Hún mismunar fólki og fyrirtækjum sem vilja skila lóðum vegna efnahags hrunsins, svo við nefnum bara þrennt. Við eigum kannski bara frekar að velja atvinnuuppistandara til að sjá um grínið í borginni.

Björn (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 08:49

5 identicon

Grínframboðið segist þó allavega vera grínframboð. Það er annað en hræsnararnir í hinum flokkunum, segast vera fyrir fólkið en gera allt annað. Þegar horft er á stjórnmálaflokka á ekki að trúa því sem þeir segja, heldur því sem þeir gera og hvaða afleiðingar gjörðir þeirra hafa. Held að afleiðingar seinustu ára séu að hrópa mjög hátt að það sé ekki hægt að treysta þessum rugludöllum lengur, þó þeir tali flott og noti fín orð... þá tala afleiðingarnar hærra. Hvernig væri að vakna aðeins og finna lyktina af því sem þú mokar?

Loftur Ámundason (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband