Er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík búinn að gefast upp viku fyrir kosningar ?

Jæja,er nú svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er bara stoltur af því að fjórða sætið er baráttusæti. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hafði hreinan meirihluta borginni.Í minnihluta var flokkurinn yfirleitt með 6 eða 7 fulltrúa en nú er flokkurinn bara hæst ánægður nái hann 4.

Samkvæmt viðtalinu Þorbjörgu Helgu er hún þegar búin að játa sig sigraða viku fyrir kosningar. Það er ekki mikill baráttuhugur í þessu tali.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjavík að bretta upp ermar og reyna að sannfæraReykvíkinga að þessar kosningar eru um sveitarstjórnarmálin og hver á að stjórna Reykjavík næstu fjögur árin.

Ég held það eftir að hafa lesið svona viðtal að það sé alveg á hreinu að Sjálfstæðisflokkurinn tapar stórt og Besti flokkurinn vinnur stórt.


mbl.is Stolt af því að vera í baráttusæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta viðhorf Þorbjörgu Helgu er fyrir neðan allar hellur - hún er búin að tapa fyrirfram - stórfurðulegt - EF Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér eitthvað í framtíðinni verða menn að vera tilbúnir að berjast OG hafa trú á verkefninu er lykilatriði -

Svona viðhorf gera flokknum ekki gott - hvaða skilaboð er hún að senda til Sjálfstæðismanna að það sé í lagi að flokkurinn tapi 3 borgarfulltrúum -

Óðinn Þórisson, 23.5.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Sævar Einarsson

:) stundum verður fólk bara að vakna upp og finna lyktina af kaffinu og hún gerir það :)

Sævar Einarsson, 23.5.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Óðinn - tek undir með þér -

þetta eru vægast sagt misheppnuð ummæli - það mætti halda að þau kæmu úr herbúðum Gnarr -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.5.2010 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband