Kemst L-listi allra Garðbúa í oddaaðstöðu ?

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég veit ekki hver úrslitin verða í sveitarstjórnarkosningunum n.k. laugaedag. Ég hef verið meðö smá vangaveltur um stöðu mála hér í Garðinum í nbokkrum pistlum. Hef reynt að meta stemninguna og hvernig mér finnst landslagið vera. Satt best að segja breytist það nokkuð hratt. Samkvæmt því sem ég hef á tilfinningunni er L-listi allra Garðbúa sterkari en ég hélt.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mistókst það með öllu að sameina Sjálfstæðismenn undir einn hatt og bjóða fram undir D. Margir í forustu Sjálfstæðismenna í Garði voru óhressir með vinnubrögðin og eru fylgismenn L- listans í Garði. Þessi listi mun því væntanlega fá einn mann og jafnvel meira,

Spurningin er þá hvort N-listinn nær að hala inn 3 mönnum eða ekki. D-listinn er öruggur með 3 menn,þannig að það er spurning með 4 manninn.Ásmundur bæjarstjóri spilar þar eflaust stóra rullu,en hanmn var ráðinn af N-lista núverandi meirihluta en er nú bæjarstjóraefni D-listans. Dálítið merkileg staða.

Þaqð eru því miklar líkur á að L-listinn komist í oddaaðstöðu. Það er alveg nýtt hér í Garði. Það hefur ávallt verið þannig að einn listi hefur haft meirihluta. Spurning hvort það getur bara ekki verið til bóta að fulltrúar tveggja lista þurfi að setjast niður og semja um málefni næsta kjörtímabils.

Það er ákveðinn ferskleiki sem er yfir þessu nýja framboði L-listans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Mesti spenningurinn er í Reykjannesbæ,þar sem ég helld að meirihlutinn falli.kv

þorvaldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband