Fjórflokkurinn illa skaddaður. Eru framundan miklar breytingar?

Með afsögn Steinunnar Valdísar kemur upp mikill þrýstingur á aðra stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni að hugsa sinn gang. Almenningur krefst breytinga. Það er erfitt að þeir sem fengu svipaða styrki og Steinunn Valdís eða jafnvel hærri geti setið áfram.

Samkvæmt skoðanakönnunum sem birst hafa nú fyrir kosningarnar á laugardaginn sést greinilega að fjórflokkurinn á í verulegum vanda. Áberandi er að víða tapa D og S listar miklu fylgi, sem að stórum hluta má örugglega rekja til stöðu flokkanna á landsvísu.

Fylgi Besta flokksins í Reykjavík segir okkur mikla og stóra sögu hvað sé að gerast í pólitíkinni.

Fjórflokkurinn tapar verulega á Akureyri, þar sem L-listinn vinnur stórsigur og er nálægt því að fá hreinan meirihluta.

Listar sem ekki eru beintengdir við stjórnmálaflokkana virðast á mörgum stöðum eiga góðu gengi að fagna.  Að sjálfsögðu geta verið til undanrekningar í sveitarfélögum frá þessu þar sem D og S listar ná að nokkurn veginn að halda sínu fylgi.

Ef fjórflokkurinn nær ekki að skynja hræringarnar sem eru að gerast í þjóðfélaginu er næsta öruggt að miklar sviptingar og breytingar verða á íslenska flokkakerfinu á næstunni.


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég tel mestu mistökin sem gerð voru í borgarpolitíkinni var að upphrópa Besta flokkinn sem algjöra trúða. Herferð sjálfstæðisflokksins virkaði betur en t.d þar talaði Hanna Birna um sig sem fulltrúa hjá borginni en ekki fulltrúa íhaldsins. Það var bara merkt við x d í lok auglýsinga- en hvegi sagt við sjálfstæðismenn. (fékk þessa heimild í bloggfærlsu Ómars Ragnarssonar- þar sem einn gæskurinn benti á þetta). Svo virðist sem þetta hafi virkað að því leytinu til að fólk treysti Hönnu Birnu ágætlega þó þau treystu ekkert endilega íhaldinu fyrir að stjórna borginni.

Ég held að þetta sé einmitt punkturinn. Fólk vill góða fulltrúa inn í borgina en það er komið með upp í kok á þessari hefðbundnu flokkapolitík. það væri sniðugra ef menn gerðu sér grein fyrir vægi Jóns Gnarrs og einbeita sér fyrst og fremst í að hrekja málefni besta flokksins með rökum en ekki einhverjum hræðsluáróðursupphrópunum að allt fari hér í kalda kol ef sá flokkur kemst til valda.

Eina sem gæti bjargað fjórflokkunum væri - fulltrúarræði en ekki flokksræði. Ef ég fæ að velja t.d fimm mans úr hvaða flokki sem er inn í borgarstjórn - þá tapa þeir ekki svona miklu fylgi.

Fólk treystir sumu fólki í öllum flokkum vel en öðrum ekki. Svo einfalt er þar. T.d voru mestu afglöp VG að láta Sóleyju Tómas verða oddvita flokksins.

Brynjar Jóhannsson, 28.5.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband