Hefur Alþingi ekkert þarfara að gera? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins þarf að taka á styrkjamálum einstakra þingmanna.

Alveg er það ótrúleg sending sem Alþingi Íslendinga hefur fengið með tilkomu Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG. Það er eins og hann líti á það sem sitt heilaga hlutverk á þingi að henda skít og skammast útí Sjálfstæðisflokkinn. Björn Valur ætti nú frekar að beita áhrifum sínum til að fá Vinstri flokkana til að ræða hagsmunamál almennings þ.e. atvinnuuppbyggingu og lausn á vandamála heimilanna. Það gengur ekki að þingmenn skuli eyða síðustu dögum þingsins í svona bull umræðu.

Aftur á móti þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem fram fer nú í lok mánaðar að fara í alvarlega naflaskoðun og uppgjör. Það mun aldrei ganga að styrkjakóngar flokksins ætli að sitja áfram í trúnaðarstöðum eins og ekkert hafi gerst. Flokkurinn hreinlega þolir það ekki.

Þingmenn eins og Guðlaugur Þór og Sigurður Kári eru virkilega og skemmtilegir og rökfastir og hafa gert margt gott. En styrkjamálið mun þvælast fyrir þeim og gera þeim erfitt fyrir að sinna sínu starfi. Styrkjamál einstakra þingmanna mun reynast flokknum mjög erfitt verði ekkert tekið á því.

Sjálfstæðisflokkurinn slapp frir horn í sveitarstjórnarkosningunum og á alla möguleika á að ná aftur því trausti og fjöldafylgi sem hann hefur lengstum haft í sinni 80 ára sögu. Almenningur mun fylgjast náið með landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi landsfundur á eftir að skipta miklu fyrir framtíð flokksins. Mun Sjálfstæðisflokkurinn taka á sínum málum eða ætlar hann að segja að allir styrkirnar til einstakra þingmanna frá bönkum,útrásarvíkingum,auðmönnum og stórfyrirtækjum komi okkur almenningi ekki við. Verði það niðurstaðan verður enn meira hrun í næstu kosningum. Verði tekið af málum af festu þótt það þýði mannabreytingar í forystunni eru möguleikarnir miklar að endurheimta fylgi flokksins.


mbl.is Enn rifist um styrkjamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband