Byrjað að framkvæma bitlinga Besta flokksins.

Margir hafa eflaust kosið Besta flokkinn til áhrifa vegna þess að þeir voru orðnir leiðir á vinnubrögðum gömlui flokkanna. Margir töldu þá hafa stundað klíku vinnubrögð,samtryggingu og úthlutum bitlinga.

þegar rætt var um bruðl og bitlinga datt mörgum í hug Orkuveitan. Nú vekur það athygli að Besti flokkurinn ætlar að taka upp þau vinnubrögð að hafa starfandi stjórnarformann í Orkuveitunni og greiða um 920 þús. kr. á mánuði fyrir það.

Óneitanlega vekur það athygli að það sé þörf á að bæta við á topplista embættismanna hjá orkuveitunni.

Þessi fyrsta stóra bitlingaúthlutun Jóns Gnarr og Besta flokkinsin lofar ekki góðu um einhver ný og betri vinnubrögð.

Ef eitthvað er þá benda þessi vinnubrögð til að frekar verði gefið í varðandi bitlinga heldur en að dregið verði úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

margt af því fólki sem er í fararbroddi Besta flokksins hefur í gegnum tíðina fengið styrki til að lifa á í styttri eða lengri tíma frá ríki eða borg og viljað meira - við hverju búast menn við af "besta" 

Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ekki gleyma því að Besta-flokks-kjarninn fer ekki hefðbundnar leiðir!

Hefðbundnir pólitíkusar hugsa ekki eins langt og óhefðbundnir, og skilja ekki hvað hangir á spýtunni í aðgerðum? Þeir gömlu kunna bara eina uppskrift, sem er ónothæf og þröngsýn.

Nú skulum við fylgjast með því hvernig unnið verður áfram!

Félagarnir í Besta eru nefnilega með hugmyndafræði sem aldrei hefur verið hátt skrifuð í klíku-flokka-elítunni!

Klíku-elíta auðjöfra-bankamafíunnar kann ekkert á annað en svindl og kúgun, sem hefur verið farvegur til falls Íslands!

Jón Gnarr og félagar sjá miklu lengra en áskrifendur svika-flokkanna!

Ekki hef ég nokkrar áhyggjur af að hann viti ekki hvað hann er að gera. M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband