Sterkari Sjálfstæðisflokkur eftir Landsfund.

Það var hárrétt mat Bjarna formanns að boða til þessa aukalandsfundar. Það var líka hárrétt mat hjá honum að láta fara fram formannskjör á fundinum til að kanna hvort flokksmenn veittu honum áfram stuðning til að gegna formannsstöðunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil,þar sem margir forystumenn hafa sætt mikilli gagnrýni. Auðvitað er ekkert undarlegt að almennir flokksmenn geti haft á því misjafnar skoðanir hver eigi að gegna forystuhlutverki.Það er ekki hægt að túlka úrslitin í formannskjörinu öðruvísi en Bjarni hafi fengið mjög skýrt umboð til að gegna formennsku í flokknum. Það þarf ekki neitt að koma á óvart að einstaklingur eins og Pétur H.Blöndal fái ágætis fylgi. Skoðanir hans eru þannig að þær hljóta að fá stuðning. Þó margir hafi viljað sjá Pétur í forystuhluverki er það ekki það sama og að þeir séu á móti Bjarna. Eftir að niðurstaða liggur fyrir fylkja Sjálfstæðismenn sér á bak við þann formann var kjörinn á lýðræðislegan hátt.

Ólöf Nordal fékk mjög góða kosningu í varaformanninn. Ólöf er mjög skeleggur málsvari  Sjálfstæðisflokksins og setur sínar skoðanir fram á mjög skýran hátt.

'Á Landsfundinum var mörkuð mjög skýr stefna í hinum ýmsu málum, sem á eftir að styrkja flokkinn mjög.

Það voru einnig mjög skýr skilaboð til þeirra aðila sem þegið hafa óeðlilega háa styrki á síðustu árum frá fyrirtækjum í prófkjörsbaráttu sinni að þeir verði að íhuga sína stöðu vel gagnvart áframhaldansi trúnaðarstörfum.

Sjálfstæðisflokkuirinn er sterkario flokkur eftir þennan Landsfund.

 


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Það þarf ekki neitt að koma á óvart að einstaklingur eins og Pétur H.Blöndal fái ágætis fylgi. Skoðanir hans eru þannig að þær hljóta að fá stuðning.!"

Siggi minn. Það er langt í frá að margir taki undir að skoðanir Péturs Blöndals séu svo ágætar.  Maðurinn er ákaflega mishittinn og má nefna hvernig hann hefur ráðist á öryrkja og aldraða og atvinnulaust fólk.  Hann virðist ekki þola að fólk sé þurfi fyrir samhjálp.  Jafnvel þó það sama fólk hafa greitt i sameiginlegan sjóð okkar landsmanna um árabil og svo sé fyrir því komið að nú sé  þörf.

Og nýjasta heimskuútspil Péturs er hvernig hann ræðst á fólkið sem tók myntkörfulán.

Og svo býður þessi maður sig fram til fomanns í Sjálfstæðisflokksnum. 

Það sorglega er að nokkrir kjósendur settu x-ð við þennan kjánalega mann.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Dexter Morgan

Haha,,, sterkari flokkur. Þú meinar sennilega sterkari flokkAR. Veit ekki betur en unnið sé að stofnun annars hægri flokks með stuðningi klofnings úr Sjálfstæðisflokknum....

Dexter Morgan, 28.6.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband