Kreppunni lokið hjá hverjum?

Merkileg yfirlýsing frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum aðö kreppunni á Íslandi sé lokið. Ætli tugþúsundir heimila sem átt hafa í verulegum vandræðum taki undir þetta. Ætli allt hafi breyst frá deginum í dag. Nú sé bara birtan og bjartsýnin framundan. Nú þarf ekki lengur að berjast í skuldafeninu. Nú er kreppan búin og allt bjart. Ekki hef ég trú á að það sé hægt að breyta ástandi hjá ansi mpörgum með svona yfirlýsingum.

Ekki hef ég trú á því að atvinnuleysiðö sé úr sögunni þótt AGS gefi út svona yfirlýsingu.

Það má vel vera að Jóhanna verkstjóri og Steingrímur J. taki undir þetta hjá AGS en almenningur verður örugglega ekki var við að með svona yfirlýsingu sé hægt að telja fólki trú um að kreppunni sé lokið.

Það hefur allavega farið fram hjá mér og örugglega fleirum hvað allt í einu hefur gerst sem réttlætir það að gefa út yfirlýsingu um að kreppunni sé lokið.

Eru heimilin allt í einu komin á réttan kjöl? Er búið að leiðrétta lánin? Er búið að leysa atvinnuleysið?

Er búið að lækka skatta? Er komin niðurstaða hjá stjórnvöldum í bílalánin? Fær nú fólk að skila lyklunum að húsnæði sínu og er laust allra mála?Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki greint frá öllu þessu ef þetta er allt komið á hreint?

 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

jákvæðar fréttir eru engar fréttir. Horfum áfram inn í svartholið

Finnur Bárðarson, 28.6.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: GunniS

henni líkur hja mer þegar ég fæ vinnu, og eins og staðan er núna Þá virðist ekkert vera að bresta á með að ég fái vinnu, ég geri ekkert nema taka við nei svörum í gegnum e-mail.

GunniS, 28.6.2010 kl. 18:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mitt fyrirtæki er ekki að ganga samdrátturinn er gríðarlegur! Finnur já það er virkilegt svarthol framundan.

Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband