Spilafíklar í lífeyrissjóðunum?

Jæja, er ballið að byrja aftur hjá lífeyrissjóðunum að fjárfesta peninga launþega í stórfyrirtækjum. Í hruninu töpuðu lífeyrissjóðirnir tugum og hundruðum milljarða vegna áhættusamra fjárfestinga. Í sumum tilfellum þýðir þetta skertan lífeyrisrétt hjá launþegum.

Samt skal halda áfram á sömu brautinni. Taka áhættu. Er það sú stefna sem launþegar eigendur lífeyrissjóðanna vilja?

 


mbl.is Spenntir fyrir Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er minn sparnaður svo kemur þetta "spenntir fyrir Icelandair" hverjir eru spenntir ekki var hóað í mig til að spyrja hvort ég væri spenntur. Þetta er óþolandi.

Finnur Bárðarson, 29.6.2010 kl. 17:57

2 identicon

Hvernig stendur á því að það sé leyfilegt að taka lífeyri landsmanna og nota sem áhættufé í fyrirtækjum? Eru virkilega engin lög eða reglur um hvernig á að fjárfesta þessum peningum eða er þeim bara frjálst að td. redda "vinum og vandamönnum" frá vonlausum fjárfestingum með því að kaupa hlutabréfin þeirra td. í Icelandair?

Það þarf engan sérfræðing til að sjá að flugbransinn er vonlaus, örfá flugfélög í Evrópu eru rekin með hagnaði og enþá færri rekin með nógu miklum gróða til að fjárfestingin sem slík borgi sig yfir höfuð.

Högni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 18:33

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Spilafíklar segirðu . Það er nú þannig að okkur var ekki treyst til að hafa fyrirhyggju með að sjá um okkur sjálf í ellinni og vildu Sjálfstæðismenn losna við þann pakka af ríkinu og ákváðu að láta okkur spara sjálf í þessa sjóði og skera niður ríkisframlagið. Það þarf að ávaxta þessa peninga með einhverju móti ekki satt. Annars er ég á móti öllu þessa dagana sérstaklega ríkisstjórninni og ESB aðild. Hef alltaf verið á móti forsjárhyggjunni en hlynnt frjálshyggjunni sem fór útaf brautinni hægra megin  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.6.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

NEI!

Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband