Hvað með Grikkland Össur ?

Össur sparar ekki yfirlýsingarnar frekar en fyrri daginn. Já, mikil er trú Samfylkingarinnar á ESB.  Ef við hefðum verið innanborðs hefði allt verið í miklum sóma á Íslandi segir Össur.

Ætli Össur haldi segi þeim í Grikklandi að þetta sé allt einn stór misskilningur hjá þeim. Ætli Össur segi þeim í Grikklandi að fyrst þeir séu í ESB og með Evru hafi ekkert hrun átt sér stað í því landi.

Þó Össur sé nú mikill ræðusnillingur held ég það hljóti að vefjast fyrir honum að sannfæra Grikki um að allt sé í sómanum hjá þeim, þó þeir tilheyri ESB og hafi Evru.

Margir spekingar tala einmitt núna um það að íslenskan krónan hafi hjálpað okkur í kreppunni og við værum verr stödd með Evruna.

Auðvitað hlustar Össur ekki á slíkt. Í ESB skal Ísland með góðu eða illu er sannfæring Össurar. Sem betur fer eru þeir ekki margir sem taka undir söng Össurar.


mbl.is Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Margir spekingar tala einmitt núna um það að íslenskan krónan hafi hjálpað okkur í kreppunni og við værum verr stödd með Evruna."

 Það eina sem krónan hefur gert fyrir Íslendinga er að lækka laun, minnka kaupmátt um ca. 30% og tvöfalda erlendar skuldir.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

,,Margir spekingar tala einmitt núna um það að íslenskan krónan hafi hjálpað okkur í kreppunni og við værum verr stödd með Evruna."

 Það eina sem krónan hefur gert fyrir Íslendinga er að lækka laun, minnka kaupmátt um ca. 30% og tvöfalda erlendar skuldir.

Og hvernig hefði þetta verið með of sterkan gjaldmiðil?... Margfallt meira atvinnuleysi?, ennþá hærri skattar? og blóðugri niðurskurður hjá hinu opinbera?

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 14:17

3 identicon

Og hvað með Danmörku eða Svíþjóð? Ég veit ekki hvort ESB hefði bjargað hlutum, en það gæti svo sem hafað hjálpað að geta fengið lán frá ECB, í stað þess að þurfa að leita til AGS.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:20

4 identicon

Já eða Finnland sem er með Evru og er talið annað sterkasta hagkerfið í heiminum í dag???

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:22

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jóhannes, að þú skulir láta þvílíkt bull og kjaftæði frá þér er alveg með ólíkindum, Það er EKKI krónan, sem hefur lækkað laun, minnkað kaupmátt og tvöfaldað erlendar skuldir, heldur er það efnahagsóstjórnin hér á landi sem hefur gert þetta.  Bjöggi, það er ekki fyrir evruna sem Finnska hagkerfið er svona sterkt heldur er um að ræða að efnahagsráðstafanir þeirra  hafa reynst alveg gífurlega vel.

Jóhann Elíasson, 6.7.2010 kl. 14:43

6 identicon

Gæti það ekki verið eins með Grikkland og Írland, ekki Evran eða ESB sem veldur vandræðunum þar heldu hagstjórn í viðkomandi löndum? Fellur ekki röksemdarfærsla þín um sjálfa sig núna?

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:44

7 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þegar ég var að tala um of sterkan gjaldeyri þá var ég að meina Evruna.  Ef það er ekki hægt að minnka vægi gjaldmiðilsins (fella gengið) þá eru færri aðgerðir sem hægt er að fara í.  Evran væri í núverandi ástandi of sterkur gjaldmiðill fyrir okkur,  þarf bara að horfa til landa sem eiga í erfiðleikum en hafa alltof sterkan gjaldmiðil sbr Grikkland, Ítalíu og Spán sem dæmi.

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 14:55

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er rétt hjá þér Bjöggi að efnahagsóstjórn hefur verið mikil í þessum ríkjum en það kemur á móti að evran tekur ekki tillit til efnahags einstakra hagkerfa og því er ekki hægt um vik að gera ráðstafanir í efnahagsmálum einstakra ríkja og því hefur þetta EKKERT að gera með röksemdafærsluna hjá mér í þessari athugasemd, þú ættir kannski aðeins að skoða málin áður en þú ferð að gaspra einhverja þvælu út í loftið.

Jóhann Elíasson, 6.7.2010 kl. 14:59

9 identicon

Efnahagsstjórnin þarf að taka viðmið af gjaldmiðlinum, það hafa Grikkir ofl. ekki gert, þau ríki sem hafa gert það, það er látið útgjöld og tekjur stemma, eru í fíum málum.

Það þarf að fara færa umræðuna um ESB á annað plan, hærra en þú og Össur gerið.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:01

10 identicon

eru í fínum málum, meina ég...

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:02

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það að efnahagsstjórnunin eigi að taka mið af gjaldmiðlinum er ég algjörlega sammála þér með en því miður eru afskaplega fá ríki sem hafa farið þá leið.  Er ekki ESB umræðan á svona lágu plani vegna þess að menn vilja hana ekki á hærra plan?????

Jóhann Elíasson, 6.7.2010 kl. 15:10

12 identicon

Afhverju ætli það sé, kannski af því að í dag eru flestir á móti ESB og það gagnast lénsherrunum hafsins og bændum á spena ríkisins?

Kvótakóngar eru auðvaldið á Íslandi í dag, eiga stjórnmálaflokka og fjölmiðla, næstum því eins og Baugur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:17

13 identicon

,,Og hvernig hefði þetta verið með of sterkan gjaldmiðil?... Margfallt meira atvinnuleysi?, ennþá hærri skattar? og blóðugri niðurskurður hjá hinu opinbera? "

 Afhverju meira atvinnuleysi? Afhverju fóru flest fyrirtæki í þrot?

Það var vegna tvöföldun skulda, minnkandi eftirspurnar, minnkandi kaupmátts og sökum þess að lánamarkaðir lokuðust.

 Hafa útflutningsgreinarnar verið að bæta við sig mannskap í stórum stíl, ekki hef ég orðið var við það.

Annars er það rétt að ekki er krónunni um að kenna, þannig lagað. Vandamálið er fyrst og fremst í hagstjórninni, sem var gersamlega úti á túni með Davíð Oddson í broddi fylkingar.

Það breytir samt ekki þeirri staðreind að ef við hefðum verið með Evru hefði þetta ekki farið svona illa hjá okkur.

 Skuldir hefðu ekki tvöfaldast á einni nóttu.

IceSave væri helmingi ódýrara og í okkar eigin gjaldmiðli að stórum hluta.

Kaupmáttur hefði ekki rýrnað um tugi prósenta

Fólk væri ekki að flýja til útlanda í leit að mannsæmandi kjörum.

Þúsundir heimilla ættu það ekki yfir höfði sér að vera borin út úr sínum húsum.

Fyrirtæki eins og Marel, Össur, CCP og Actavis væru ekki að huga sér til hreifings.

Vaxtakostnaður væri ekki eins mikill og hann er og hefur verið.

Verðtrygging væri ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum hana.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:27

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi dæmi um Finnland, Grikkland, Spán, Ítalíu, Írland og fleiri lönd.  Hafa öll það sammerkt, að hugsanlega hafi efnahagsstjórnin, haft úrslitavaldið hvað varðar, hrun eða ekki hrun. 

 Það er hinsvegar alveg ljóst að það hlýtur að vera töluverður munur á því að reka ríki eins og þessi sem verst hafa farið af þessum svokölluðu "Evru-löndum" vs. þau lönd sem standa á styrkari grunni, eins og t.d. Þýskaland, með sinn iðnað og ráðdeild.  Það hefði ekki helst yfir Íslendinga, þýsk ráðdeild þó þjóðin hefði gengið í ESB, frekar en að ég verði belja við að labba inn í fjós.

  Það er líka alveg ljóst að íslenska fjármálakerfið, starfaði á þeim grunni tilskipana ESB, sem íslensk stjórnvöld höfðu tekið upp og ESA gefið grænt ljós á.    Hrun íslensku bankanna varð fyrst og fremst vegna , sé skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis tekin trúanleg, hegðunnar og stjórnenda og eigenda bankanna.  Eins eru eftirlitsstofnanir taldar hafa brugðist.  Í allra besta falli gætu eftirlitsstofnanir hafa verið "plataðar". Enda sýna afkomutölur bankanna, vottaðar af löggiltum endurskoðendum, í aðdraganda hrunsins, að bankarnir væru í "góðu lagi".  Eins gáfu erlendu matsfyrirtækin flest, íslensku bönkunum "toppeinkunn" í aðraganda hrunsins. Fjöldi yfirvofandi málsókna gegn eigendum og stjórnenda bankanna, bendir einnig til þess, að bönkunum hafi verið stjórnað með glæpsamlegum hætti.  Það er því frekar hæpið að glæpastarfsemin hefði verið eitthvað minni, þó svo að ESBaðild og Evruupptaka, hefði átt sér stað hér á landi fyrir hrun.  Glæpaeðlið, breytist ekkert við upptöku nýs gjaldmiðils, frekar en "dæmið" áðan með beljuna og fjósið. 

 Nú halda aðildarsinnar því fram, að ef við hefðum verið ESB, þá hefði evrópski seðlabankinn aðstoðað okkur betur, þegar bankarnir voru að falli komnir.  Aðstoðað okkur við hvað?  Að viðhalda sömu glæpastarfssemi innan bankanna og var viðhöfð fyrir hrun?  

 Það fást aldrei fullnægjandi svör við þessum "hefði og ef" fullyrðingum utanríkisráðherra.  Orð utanríkisráðherra ber því að skoða sem "fabúleringar" um eitthvað sem aldrei varð og hefði jafnvel ekki orðið.

 Hitt er aftur á móti, frekar verðugt umhugsunnar, þessi orð Össurar:   Ef Ísland ætlar að standa jafnfætis nágrannalöndum sínum í Norður-Evrópu [...] þá verður það að ganga í ESB. Nú hefur Össur og annað Samfylkingarfólk sagt, að enginn viti hvað sé í boði við ESB-aðild, heldur verði þjóðin að taka "upplýsta" ákvörðun um inngöngu, þegar samningur liggur á borðinu.  Samfylkingin segist ennfremur vera fylgjandi aðild.  Er þessi fylgni Samfylkingarinnar, þá "óupplýst" ákvörðun? Veit Samfylkingin eitthvað sem haldið er frá öðrum? Afhverju upplýsir Samfylkingin ekki hvað býr að baki ákvörðun sinni? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 15:40

15 identicon

Kristinn, ég efast um að ECB hefði aðstoðað okkur við að halda uppi lélegum bönkum, en ECB kaupir í dag skuldabréf ríkja, þar á meðal Grikklands. Þetta myndi þýða að ríkið hefði aðgang að fjármagni, og hefði kannski ekki þurft að setja gjaldeyrishöftin, eða í það minnsta gæti aflétt þeim. Eins og staðan er í dag, þá lítur út fyrir að gjaldeyrishöftin verði til staðar um langa hríð. Það ásamt ofurvöxtunum okkar, sem við erum löngu orðin vön.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:49

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég veit ekki hvort að ECB hefði lánað okkur meira en þeir gerðu, eða ekki, hefðum við verið í ESB.  En það voru nú einmitt rök aðildarsinna, fyrstu vikur og mánuði eftir hrun, að ef við hefðum verið í ESB, þá hefði gjaldeyrisforðinn verið stærri og við getað, bjargað bönkunum, í það minnsta væru yfirgnæfandi líkur á því.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 17:03

17 identicon

Ég skil ekki rök sumra hér um að ESB hafi lítil sem engin áhrif á efnahag landa, og allt með evruna að gera. Það að fella niður tolla, gjöld, og auka samkeppni milli landa hefur sem sagt lítil áhrif, eða hvað? Þar fyrir utan þá er einnig hægt að benda á mörg lönd sem hafa spjarað sig ágætlega í kreppunni með Evruna, t.d. Frakkland, Þýskaland, Holland, Austuríki, o.fl. Þetta eru allt lönd sem eiga ábyggilega meira sameiginlegt með Íslandi en t.d. Grikkland, Lettland, og Portúgal.

Það getur vel verið að löndum ESB gangi mis vel að kljást við kreppuna, en eitt er víst að við erum ábyggilega evrópumeistarar í lélegri efnahagsstjórn, a.m.k. eins og stendur.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:58

18 identicon

Kristinn, það er eitt að lána ríki peninga, og annað í hvað ríkið notar peningana. Það er alls ekkert víst að ECB hefði sett okkur ströng skilyrði fyrir láni, en geri þó ráð fyrir að þeir hefðu viljað að við gætum borgað lánið til baka. Ef íslenska ríkið hefði ákveðið að nota peningana í það bjarga bönkum þjófanna, þá hefði það jú verið okkar vandamál. Við vorum jú ekki von að hlusta á efnahagslega gagnrýni annara fyrir hrun, þannig að það gæti vel verið að við hefðum bara haldið áfram að gefa þjófunum peningana. Vondandi höfum við lært að taka gagnrýni, og hætt að hlusta á einhverja sem segja okkur bara það sem við viljum heyra. Því miður er ég efins um það.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 18:08

19 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Grikkland lettland og Portúgal eru allt hrávöruframleiðendur(td fiskur, ál, stál, landbúnaðarvörur)sem hafa öll verið að bæta við ferðaþjónustu undanfarin ár

Frakkland, Þýskaland, holland og austrríki eru magn-iðnaðar-þjóðir, þjóðir sem vinna úr hrávöru og gefa af sér unna vöru, td bíla, úr, súkkulaði,...

Hvernig pössum við nákvæmlega í seinni flokkinn? ég geri ráð fyrir því að þú sért að meina atvinnulega séð, við veiðum fisk, gerum ál og sinnum landbúnaði. Þessir þrír flokkar eru um 95% af öllum grunnstörfum Íslands

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.7.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband