Sameining eða samstarf sveitarfélaga?

Nú liggur fyrir að málefni fatlaðra verða flutt yfir til sveitarfélaganna. Vonandi standa sveitarfélögin betur að þessu heldur en þegar grunnskólinn var fluttur yfir frá ríki til sveitarfélaga. Það reyndist mun dýrari pakki heldur en sveitarfélögin gerðu ráð fyrir m.a. vegna þess að lög voru sett um einsetningu skóla, sem reyndist mörgu sveitarfélaginu kostnaðarsöm framkvæmd.

Eins og allir vita eru sveitarfélögin misjöfn af stærð og þar af leiðandi ekki jafn góð aðstaða alls til að taka við málefnum fatlaðra. Kristján Möller ráðherra sveitarstjórnarmála var spurður útí þetta. Sagði hann það rétt vera en framundan væri stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Nú skal sameining sem sagt pínd í gegn,hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Auðvitað geta sveitarfélög átt með sér samvinnu um málefni fatlaðra án þess að til sameiningar komi. Sveitarfélögum á að vera í sjálfs vald sett hvort þau vilji auka samvinnu eða sameinast. Það á ekki að þvinga fram sameiningu með lagaþvingunum.

Hér hafa t.d. sveitarfélögin Garður,Sandgerði og Vogar með sér ágætt samstarf um félagsmálaþjónustuna. Sveitarfélagið Garður kaupir þjónustu af Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Hvað er að þessu fyrirkomulagi? Hvers vegna að pína íbúa í sameiningu?


mbl.is Málefni fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband