Á hvaða plánetu er Össur?

Aukinn stuðningur við aðild að ESB segir Össur. Er Össur ekki á sömu jörðinni og við hin? Hefur Össur ekker fylgst með umræðunni hérna á Íslandi? Hefur hann ekki heyrt um niðurstöðu skoðanakannana sem benda allar til þess að andstaða við ESB sé að aukast.

Hefur Össur ekkrt heyrt í órólegu deildinni og grasrótinni í Vinstri grænum. Las Össur ekki grein Ásmundar bónda fyrir nokkrum dögum? Þar sagði Ásmundur að það bæri að draga umsóknina til baka.

Las Össur ekki grein Ágústs Einarssonar í Viðskiptablaðinu,þar sem Ágúst sagði að Vinstri stjórnin ætti að segja af sér. Hún væri óstarfhæf vegna eigin ágreinings í stórum málum eins og ESB.


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Svar við öllum þessum spurningum kæri Sigurður er " Nei " hann hefur greinilega ekki verið að fylgjast með!!

Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Dante

Enda er hann búinn að vera i Brussel, allavegana í huganum .

Össur er ekki í neinu sambandi við þjóðina ásamt svo mörgum öðrum sem eru í þessar vanhæfu ríkisstjórn.

Dante, 23.7.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæti Sigurður!

Áður en þú skeiðar svo út á ritvöllin í vandlætingu, væri nú ágætt ef þú læsir fregnina sem þú tengir skrifin við, en það hefur þú augljóslega ekki gert.

Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Sigurður.

Ég las viðtalið við Össur og fékk sömu niðurstöðu og þú, Össur getur ekki verið í sama veruleika og við. 

Hann sagði m.a. að stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málum væri "bernskubrek nýrrar forystu". Ég var nú einmitt á landsfundinum og hef sjaldan verið stoltari af mínum samherjum þegar hinn almenni flokksmaður mótmælti öllu ESB daðri algerlega. En halda ber því til haga að formaður og varaformaður flokksins tóku einnig þessa skynsamlegu afstöðu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn og aftur sýnt, að hann hefur kjark og þor til að standa með sínum skoðunum. ESB aðild bjargar engu fyrir okkur, við erum fullfær um að redda okkur sjálf. Þjóð sem hefur komist eins langt af eigin rammleik og við getur leikandi komið sér út úr þessari kreppu. En ég geri mér grein fyrir að það er erfitt. Það eru nefnilega erfiðleikar sem herða og þroska þjóðir,en þeir leysast seint ef menn skríða vælandi til stórþjóða til að grátbiðja um hjálp.

Jón Ríkharðsson, 24.7.2010 kl. 00:39

5 Smámynd: Vendetta

Magnús, í fréttinni segir orðrétt: "Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi hefur heldur farið vaxandi að undanförnu að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra." Össur rökstyður ekki þessa fullyrðingu, enda er ekkert sem bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér. Sigurður skrifar réttilega, að Össur sé úr tengslum við raunveuleikann. Hvað er þá vandamálið, Magnús?

Vendetta, 24.7.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband