31.7.2010 | 16:16
Viljum við ekki að aðgangur að vatni teljist til mannréttinda?
Það vekur furðu að Ísland skuli ekki geta samþykkt tillögu um að aðgangur að vatni teljist til mannréttinda. Ég hef enn ekki séð neina skýringu á því hvers vegna fulltrúar Íslands gátu ekki samþykkt slíka tillögu.
Okkur finnst sjálfsagt að hafa aðgang að vatni og maður getur hreinlega ekki ímyndað sér það ástand ef við hefðum það ekki.
Í gamla daga ólst maður upp við það í Vestmannaeyjum að safna rigningarvatninu í brunna og varð því að fara sparlega með vatnið. Árið 1968 varð bylting í Eyjum þegar við fengum vatnsleiðsla var lögð frá fastalandinu.
Að sjálfsögðu þurfa allir að eiga aðgang að vatni. Furðlegt að Ísland skuli ekki geta tekið undir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, algerlega furðulegt. (Og verður eflaust sorglegt þegar útskýringarnar koma.)
Billi bilaði, 31.7.2010 kl. 17:34
Íslendingar eru bara ekki betra fólk enn þetta...
Óskar Arnórsson, 1.8.2010 kl. 02:50
Er það ekki viðurkennt að ein af frumþörfum mannsins sé vatn, fæði og klæði. Þetta er kannski meira spurning um hver á að skaffa eða uppfylla þær þarfir. Annars veit ég ekkert hvað þú ert að tala um þar sem ég finn ekki link á málið. ´
Óskar ég man ekki eftir að ég sem Íslendingur hafi verið spurð um þetta... ;) kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2010 kl. 10:42
Kolbrún: Fulltrúi okkar var spurður að þessu á vettvangi SÞ í vikunni og sat hjá þegar afgreidd var tillaga um að skilgreina vatn til lágmarks mannréttinda. Það voru 44 ríki af 160, eða hvað það var, sem sátu hjá. Það að vatn sé tilgreint sem hluti af mannréttindum setur líklega einhverjar skyldur á herðar annara ríkja um að aðstoða og sjá til þess að allir hafi aðgang að hreinu drykkjarhæfu vatni og það fór fyrir brjóstið á ríkustu og öflugustu ríkjum veralda (Svíar og Kandamenn (ef ég man rétt) sátu m.a. líka hjá). Hroki ríkja allsnægta náði sem sagt hámarki í síðustu viku.
Björn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 12:26
Það er búið að taka greinina úr morgunblaðinu! Eða er einhver sem finnur eitthvað um þetta? Að Íslendingar sátu hjá í þessari atkvæðagreiðslu er svo ömurlegt og hrikalegt að ég á bara ekki orð. Og að viðbrögðin séu ekki meiri hjá landsmönnum er enn lélegra. Þurfum við endilega að skipa okkur á bekk með villimannaríkjum þeim sem lætur sé líf annara engu skipta? Ég veit að Svíar sátu hjá og ég er ekkert hissa...
Nei Kolla! Ég var heldur ekki spurður Kolla... ;) Finnst þér þetta ekki nógu stórt mál til þess að það hefðu átt að vera þjóðaratkvæðagreiðsla? Málið er að við erum með yfirvöld sem eru hættuleg lífi og heilsi fólks. Svo verður næst kosið um hvort fólk eigi sama rétt á hreinu lofti....
Í alvöru þá gefur þetta skelfilega mynd af landinu og ég hélt að Ísland þyrfti ekki meiri neikvæða auglýsingu. Og séu yfirvöld okkar svona miklar skepnur, þá gætu þeir látið vera að auglýsa skepnuskapinn í sér um alla jörðinna.
Óskar Arnórsson, 1.8.2010 kl. 13:25
Óskar, þetta eru fréttirnar um þetta mál (þær eru ennþá inni):
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/07/28/vatn_mannrettindi_eda_vara/
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/29/island_sat_hja_a_thingi_sth/
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/29/gaeti_grafid_undan_samkomulagi_um_vatnsrettindi/
Björn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:02
Óskar, ég gleymdi að taka undir með þér þótt ég sé nú ekki á því að það þurfi þjóðaratkvæði um málið (þetta er svo einfalt mál í mínum huga).
Björn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:13
Takk fyrir að benda á þessar greinar. Þetta er hroðalegt! Skýringarnar sem eru gefnar eru eins og framleiddar af lélegri auglýsingastofu. Og svo segir Ráðuneytið að auðvitað "telji" þeir að vatnsaðgangur sé mannréttindi. Og samtímis neita þeir að viðurkenna það opinberlega. það eru ekki mannréttindi. Ráðuneytið telur að það séu mannréttindi eftir 15 ára viðræður um málið....
Óskar Arnórsson, 1.8.2010 kl. 21:27
Sælir strákar. Mér datt í hug að þetta snérist um vörur og viðskipti eins og flest í þessu lífi. Þegar ég var i enskunámi í Bretlandi fyrir áratugum síðan sagði kennarinn að "Járnfrúin " væri búin að setja verðmiða á allt og tilbúin að selja allt, nema loftið en hún væri að vinna í því ;)
Ég held að óþarfi sé að hafa sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta. Við megum ekki þreyta þjóðina, á ákvarðanatöku skilurðu ;), en það verður líklega kosið til Alþingis í haust þannig að menn geta þá rifjað þetta upp þegar þeir ganga til þeirra kosninga. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2010 kl. 10:04
Loftið? Er ekki hægt að selja loftið sem maður þarf til að anda að sér? Það er hægt að veðsetja sjóinn, selja óveiddan fisk og selja þúfur og norðurljósin. Það hlýtur einhver að vera til sem vill kaupa íslenskt loft...verðsetja og verðmerkja allt...
Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki meira mál enn að fara inn á einkabanka. það er bara gert flókið enn þarf ekki að vera það. Þjóðaratkvæðagreiðsla er nútimaleg þjóðstjórn. Það er alveg úrelt að láta örfáa útbrenda atvinnu pólitikusa sem hafa tapað sambandinu við raunveruleikan vegna hárra launa, stýra þjóðinni inn í tóma vitleysu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera í fullt af málum. Það er kallað lýðræði. Skemmtilegt komment hjá Kollu.. ;)
Óskar Arnórsson, 2.8.2010 kl. 19:59
Takk fyrir það Óskar. Sjálf er ég oftast í geræðislegu hláturskasti þegar ég les sum kommentin frá þér, þó þú sért mjög hógvær á þessari síðu. Auðvita er þetta bara hugsanaleti í fólki og ákvarðanafælni en svona erum við Íslendingar. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2010 kl. 18:11
Jæja Kolla mín. Án þess að vita hvað "geræðislegt" eiginlega þýðir þá veit ég hvað hláturskast er! Þetta er alvarlega vikan hjá mér núna....ég ætla nefnilega að verða stjórnmálamaður þegar ég verð stór. Enn það eru mörg mörg ár í það... ... enn mér samt að allir eigi að fá vatn að drekka og smá mat með...
Óskar Arnórsson, 3.8.2010 kl. 21:56
Sæll Óskar. Gerræðislegt já það er þegar ég er alveg að drepast úr hlátri og get ekki hætt og sé ekki lengur fyrir tárum. Mér finnst það bara gott ef þú ætlar þér að verða stjórnmálamaður en vertu ekkert að flýta þér að fullorðnast. Þetta eru ekki pólitískt skemmtilegir tímar núna. Sjáðu grey karlinn hann Árna Pál. Það er bara sama hvað gerist það er allt ómögulegt, sérstaklega víst hjá bloggurunum hahaha :) kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.8.2010 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.