Bloomberg fréttastofan þekkir ekki sýndarleikþátt Vinstri grænna.

Bloomberg fréttastofan virðist halda að einhver meining sé á bak við hótanir og yfirlýsingar nokkurra þingmanna Vinstri grænna. Ákveðnir þingmenn í VG hafa af og til hlaupið upp til handa og fóta og sagst vera á móti hinu og þessu. vo langt hefur það gengið að þau hóta að hætta stuðningi við Vinstri stjórnina. Svo fer allt loft úr þeim og allt er óbreytt.

Við erum með umsókn í ESB, engin skljaldborg fyrir heimilin, samið verður um Icesave, pólitíkskar ráðningar hjá ríkinu, o.s.frv.o.s. frv.

Auðvitað heldur fréttastofa eins og Bloomberg að eitthvað sé að marka yfirlýsingar umræddra þingmanna en allir Íslendingar vita að ekkert mark er takandi á VG. Þar er aðalvinnan að eyða orkunni í innantóma sýndar leikþætti. Nú hefur þjóðin áttað sig og fylgi VG hríð fellur.


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það versta er að þetta fólk er  í þannig stöðum að yfirlýsingar þeirra eru þjóðhættulegar. Það virðist ekki átta sig á að þau eru að stórskaða Ísland erlendis og valda óróa á fjármálamarkaði hér heima með svona bulli.

Jón Magnússon, 2.8.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Valda óróa í fjármálakerfinu það er ekki hægt að valda meiri óróa það er í rúst!

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 01:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er kominn á þá skoðun að "órólega deildin" svokallaða í VG, sé bara að setja á svið litla leikþætti fyrir "ríkisstjórn fólksins", til þess að draga athyglina frá öðrum og mikilvægari málum sem ríkisstjórnin ræður ekki við, svo eftir mátulega langan tíma étur "órólega deildin" allt ofan í sig og fellst á einhverja fáránlega hluti eins og t.d í þessu Magma-máli.  Þetta getur verið "sniðug" PR starfsemi, í það minnsta hefur ekki verið gerð athugasemd við þessi vinnubrögð fyrr en nú.

Jóhann Elíasson, 3.8.2010 kl. 09:37

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður í fyrsta lagi þá er kerfi og markaður ekki það sama. Í öðru lagi þá er hvorki fjármálakerfið á Íslandi né fjármálamarkaðurinn í rúst.  Hins vegar er bullukollugangur eins og kemur fram í Bloomberg fréttinni til þess fallið að laska og jafnvel rústa bæði markaði og kerfi.

Jón Magnússon, 3.8.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband