Þau eru undarleg faglegu vinnubrögð Samfylkingarinnar.

Eitthvað eru þau undarleg þessi faglegu vinnubrögð sem Samfylkingin boðar sífellt. Samfylkingin hefur gefið sig út fyrir að vera flokk þar sem spilling er orð sem ekki er til í orðabók Samfylkingar. Allar ákvarðanir eru teknar eftir faglega skoðun og á það við um mannaráðningar hjá ríkinu eins og annað.

Ráðning Runólfs hefur því vakið upp ýmsar spurningar. Þar er gengið framhjá konu sem raunar hefur sinnt sambærilegu starfi síðustu ár. Hæfir umsækjendur eru ekki einu sinni teknir í viðtal.

Árni Páll segist hafa vitað um fjárhagsmál Runólfs. Nú segist hann ætla að láta skoða mál hans og hvort eðlilega hafi verið staðið að niðurfellingu rúmlega 500 milljón kr. skulda hans. Sems sagt ráða fyrst og skoða svo. Þetta eru hin faglegu vinnubrögða Samfylkingarinnar.

Engu máli skiptir við þessa ráðningu þótt Runólfur sé Samfylkingarmaður og vinur Árna Páls félagsmálaráðherra. Nei,nei, það eru aðeins þessi einstöku faglegu vinnubrögð hjá Samfylkingunni,sem ráða hver er ráðinn í svona topp stöðu.


mbl.is Vissi að Runólfur tapaði fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Það er hægt að bulla endalaust um fagleg vinnubrögð, gagnsæi og Nýja-Ísland.  Sannleikurinn er samt sá að það verða engar grundvallarbreytingar fyrr en búið er að skipta út bæði stjórnmálamönnunum og kjósendunum.  Því miður hafa fyrirrennarar Samfó í Ríkisstjórn látið eins og góðar stöður séu eign flokksklíkunnar.  Kommapakkið hefur reyndar þá sérstöðu að það er loks komið að kötlunum eftir langa bið, en við skulum ekki halda að þeir séu betri. 

Smjerjarmur, 3.8.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eina sem virðist hafa hangið á spýtunni var að búa til "starf" fyrir flokksgæðing, ég fæ ekki betur séð en að RÁÐGJAFASTOFA UM FJÁRMÁL HEIMILANNA sé að mestu með þetta á sinni könnu í dag, kannski hefði verið skynsamlegra að útvíkka þá starfsemi og skilgreina nánar????? Til hvers að hafa TVÖ batterí í sömu málunum?????

Jóhann Elíasson, 3.8.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband