3.8.2010 | 20:52
Á ekki Árni Páll einnig að segja af sér?
Eftir þessa uppákomu með skipan félagsmálaráðherra í embætti umboðsmanns skuldara hlýtur sú spurning að vakna hvort Árni Páll geti setið áfram sem félagsmálaráðherra.
Vinnubrögð félagsmálaráðherra við þessa skipan í embætti hljóta að vekja hneykslan flestra. Og svo til að kóróna skömmina knýr hann Runólf til að segja af sér áður en hin faglega athugun sem ráðherra boðaði hafði farið fram.
Þessi vinnubrögð félagsmálaráðherra er með þeim eindæmun að Jóhanna Sigurðardóttir sem telur sig vera boðbera heiðarlegra vinnubragða og fagmennsku hlýtur að krefjast þess af Árna Páli að hann segi af sér embætti félagsmálaráðherra.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta tvöfalda siðferði ykkar íhaldsmanna er með eindæmum.
Allir vita hvernig mannaráðningar íhaldsins hafa verið á síðustu árum og áratugum. Varst þú t.d. með einhverjar athugasemdir þegar sonur Dvíðs fékk sitt embætti? Þú veist að dæmin eru óteljandi.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:02
Maðurinn hefur orðið sjálfum sér, flokki sínum og þjóð sinni til þvílíkrar skammar að maður getur vart annað en tekið um höfuð sér. Við líðum ekki einkavinavæðingu lengur, en auðvitað gat Árni Páll ekki vitað það enda mjög líklega greindarskertur, a.m.k. á vissum sviðum. Maðurinn á að segja af sér strax!
assa (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:03
Sæll.
Ég var nú svo bláeygur að ég hélt að eftir hrunið 2008 myndum við sjá að við þyrftum að taka okkur á á flestum sviðum og að breytingar yrðu hér á samfélagi og hugsunarhætti. Ráðningar vina og vandamanna eru hins vegar ekki fyrir bí og einskorðast því miður ekki við neinn flokk þó sumir flokkar séu kannski harðari í þessum ráðningum en aðrir. Það sem menn virðast ekki skilja er að þetta kostar þjóðfélagið gífurlega mikið, það er dýrt spaug að vera með slappt fólk í mikilvægum stöðum.
Árni er samt búinn að sýna á sér ansi skemmtilega hlið og hefur sýnt að hann ætlar sér ekki að standa við fyrri fyrirheit:
http://www.amx.is/fuglahvisl/15392/
Það sem mér finnst merkilegt er hve mikið fylgi ríkisstjórnin hefur enn eftir hvert klúðrið á eftir öðru! Vg hefur tekist bærilega að hrista af sér kosningafylgi sitt eftir stöðugar 180°beygjur í stórmálum, sæmilega skýrt fólk treystir ekki svoleiðis flokki eða flokki sem vill ríkisvæða allt. Efnahagsstefna Sf felst í inngöngu í ESB og upptöku evru. Jafnvel þó slíkt væri lausn kemur sú lækning ekki til framkvæmda fyrr en eftir nokkur ár og hvað eigum við að gera á meðan? Af hverju er þetta fólk ekki látið svara því?
Mér finnst afar slappt hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að hamra ekki á stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og taka skýr dæmi sem auðvelt er fyrir fólk að skilja. Vg og fleiri leyfist að rugla saman eignarrétti og leigurrétti í Magma málinu og enginn rekur þessa vitleysu ofan í þá? Hvers vegna? Við hverja er forysta Sjálfstæðisflokksins hrædd? Menn verða að þora ellegar snúa sér að öðru!!
Helgi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:26
Úff! Ég bara steinsofnaði, Helgi.
Bára (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:50
Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.
Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.
Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.
Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.
Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 22:14
Svavar Bjarnason: Ekki ætla ég að réttlæta einkavinaráðningar fyrri ríkisstjórna en ég held að þessi hljóti að nálgast heimsmet í fjölda einkavinaráðninga á þeim tíma sem hún er búinn að vera við völd. Líklega veit stjórninn að tíminn þeirra á valdastól stuttur og best að nota fyrstu 2 árin í að koma öllu sínu fólki að kjötkötlunum.
Björn (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:21
Það er alveg greinilegt að Hólmfríður þekkir ekki neitt til Runólfs Ágústssonar og ég get alveg fullyrt það að Runólfur hefði ekki verið neinn happafengur fyrir skuldara en sjálfsagt er eitthvað til af Landráðafylkingarmönnum/konum á lausu til að skipa í þetta starf.
Jóhann Elíasson, 4.8.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.