Stefnubreyting hjá Jóhönnu verkstjóra? " Eitt skal yfir alla ganga."

Er nú það virkilega að gerast sem almenningur hefur beðið eftir í næstum tvö ár. Er að verða stefnubreyting hjá Jóhönnu verkstjóra og formanni Samfylkingarinnar. Samkvæmt frétt mbl boðaði Jóhanna það´sitjandi í flugvélasæti á Reykjavíkurflugvelli að eitt skuli yfir alla ganga og neitaði að þiggja forgang.

Þetta er einhver stærsta pólitíksa frétt mánuðum saman. J´ðohanna er loksins að boða að eitt skuli yfir alla ganga,Jóhanna ætlar sem sagt að breyta um stefnu og taka ekki stöðu með bönkunum og fjármálafyrirtækjunum.

Jóhanna boðar nú að eitt skuli yfir alla ganga. Almenningur hlýtur að fagna.

Það getur ekki verið að Jóhanna hafi verið komin í sitt gamla hlutverk í flugvélinni og talað sem flugfreyja til að róa fólkið. Nei,hún hlýtur að hafa talað sem forsætisráðherra.

Loksins, loksins, skal eitt yfir alla ganga.


mbl.is Hafnaði boði um forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Enn eru menn að bera fram þessa mýtu að ríkisstjórnin hafi tekið fjármálafyrirtækin fram yfir almenning.

Staðreynd málsins er sú að bankarnir og kröfuhafar í þrotabú þeirra eiga stjórnarskrárvarinn rétt til sinna eigna. Á móti því hafa vissulega komið fram sjónarmið um forsendubrest og lögmæti gengistryggðra lána og er þar komið mál fyrir dómstóla en ekki stjórnvöld til að skera úr. Stjórnvöld hafa því ekki haft vald til að gera eins og til dæmis Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafist að setja lög um að lækka þessar eignir fjármálafyrirtækjanna og kröfuhafa í þrotabú gjaldþrota fjármálafyrirtækja.

Ef stjórnvöld gera slíkt þá fara fjármálaftækin einfaldlega í mál við stjórnvöld á grunvelli eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og ef Hæstiréttur tekur ekki undir þann forsendubrest, sem stjórnvöld bera fyrir sig, sem forsendu þeirrar ákvörðunar lendir lækkunin á skuldunum á skattgreiðendum. Þannig munu skattgreiðendur fá skell ef hæstiréttur tekur ekki 100% umdir forsendur stjórnvalda. Vissulega verður skellur skattgreiðenda minni ef Hæstiréttur tekur undir forsendurnar að hluta en ríkissjóður sleppur því aðeins við að taka á sig hluta lækkanana ef hæsturéttur tekur 100% undir forsendur stjórnvalda.

Við skulum heldur ekki gleyma því að eitt af því, sem skilur að réttarríki og bananalýðveldi er það að þrískipting valdsins er látið gilda í öllum tilfellum í réttarríkjum. Í því efni er einmitt mikilvægastg að stjórnvöld séu ekki að færa sig inn á svið dómsvaldsins. Krafan um það að stjórnvöld fari að klína sér inn á svið dómsvaldsins er því krafa um að við Íslendingar förum að haga okkur eins og bananalýðveldi.

Það er því rétt stefna hjá stjórnvöldum að láta dómstóla kveða úr um það, sem undir þá heyrir og láta ekki undan háværum kröfum um að taka fram fyrir hendur dómstóla. Slíkt getur ekki fallið undir það að taka hag fjármálafyrirtækja fram yfir hag almennings.

Sigurður M Grétarsson, 5.8.2010 kl. 14:58

2 identicon

Eitt skal yfir alla ganga... eða eins og það er sagt á alþýðumáli .....

"sæl er sameginleg eymd"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband