Jón Bjarnason ótvíræður sigurvegari sem mesti afturhaldsmaður Íslands.

Rosalegt að heyra í Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra. Ætli það sé til meiri afturhaldsmaður á öllu Íslandi en Jón. Landbúnaðarráðherra virðist vilja færa allt aftur um nokkra tugi ára,þannig að engin samkeppnui megi eiga sér stað í landbúnaðinum. Í hans augum skiptir það engu þótt neytendur verði að borga brúsann í hærra verði á landbúnaðarvörum.

Auðvitað þarf að stokka þessi búvörulög upp og samræma hagsmunum neytenda í ríkara mæli.


mbl.is Allsherjar endurskoðun búvörulaga óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir það að verð á innlendum landbúnaðarvörum lækki ef félagskerfi bænda verði rústað. Ég man þegar Guðjón í Ási í Ásahrepp var að segja mér frá því þegar hann var að reka sláturlömbin sín til Reykjavikur áður en Sláturfélag Suðrrlands var stofnað. Eins man ég þegar Ólafur í Hjálmholti sagði mér frá því þegar hann teimdi nautið til Reykjavikur og síðan þaðan austur í Flóa aftur því kaupmennirnir ætluðu að pína verðið niður eins og þeir gerðu við Guðjón þegar hann var búinn að vakta lömbin á hálfgerðum hagleysum í viku. Ég held að gott væri fyrir menn að skoða hvar og hverning verð á landbúnaðarvörum frá bónda að og yfir búðarborðið verður til.     Hvað eiga framleiðslugreinarnar að burðast lengi með ofurlauna fólkið á bakinu.      Launum sem byggðust að stæðstum hluta á loftbólu peningum frjálshyggjufábjáháttarins.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 13:53

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Stærsta loftbólan í þessu blessuðu kerfi heimskunnar sem upp er logið að stuðli að hagræðingu og lægra verði ,er auðvitað þessi seljanlegi kvóti.

Þvílík heimska að menn skuli þurfa að skuldsetja sig fyrir tugi eða hundruð milljóna til að fá aðgang að greininni, semsagt til viðbótar við eðlilega fjárfestingu í bújörð, bústofni,vélum og öðru sem til þarf, þurfa ungir bændur að kaupa s.k. greiðslumark, til að öðlast aðgang að styrkjakerfi landbúnaðarins.

Bent hefur verið á að þessi réttur er gjarnan seldur á þvílíku ofurverði, að styrkirnir í raun eru þannig séð að renna áfram í vasa gamla bóndans sem seldi, við erum að tala um líklega andvirði 8-10 ára styrks fyrir réttinn. Þar ofan á verður ungi bóndinn svo að bera allan fjármagnskostnað af ósköpunum.

Svo koma þessir spekingar og segja þetta stuðla að hagræðingu og lægra vöruverði landbúnaðarafurða!  Líklega svæsnasta lygi sem borin er á borð fyrir okkur og er þá tillit tekið til lygadellunnar í merðinum honum Gylfa!

Hvernig getur það verið bændum til framdráttar að vilja viðhalda þessu glæpakerfi?

Við getum alveg eins komið fram heiðarlega og sagt að við skulum setja alla verslun á Íslandi í  kvótakerfi að hættio Hörmangara . Nákvæmlega sömu rök gætu réttlætt það!

Kristján H Theódórsson, 11.8.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stalín og Kim Il Sung blikna í samanburðinum

Finnur Bárðarson, 11.8.2010 kl. 17:14

4 identicon

Sjallarnir hafa nú alltaf stutt þessa kvótastefnu í landbúnaði.  Þeir básuna frjálsa samkeppni en vilja kvóta á allt meira að segja setti  Þorsteinn Pálsson  kvóta á kirkjustarf þegar hann var ráðherra.  

Rúnar (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 17:46

5 identicon

Hér í Sviss selja bændur beint til neytenda.  Allt frá "klipptu rósir sjálfur" akrar, þar sem þú velur þér blóm og setur pening í bauk (peningnum er ekki stolið og fólk borgar í baukinn) til Herreford beef natura - þar sem bændur selja nautasteik beint til neytenda (engin baukur þar).  Smjör og ostur er augljóslega vinsælt hér, en líkkjörar og bjór einnig, og auðvitað vín. 

Hluti af því að rúnta um sveitina, eða ganga um sveitina, eða hjóla um sveitina, er að stoppa hjá bóndanum og versla topp afurð og fá persónulega þjónustu.  Sjálfur hef ég ekki smakkað betra smjör en fæst hjá kúabónda einum við rætur Pilatus.

Kannski er ég að bera saman epli og appelsínur, en ég er sannfærður að fólk vill versla beint við bændur.  Þetta ríkis apparat gjörsamlega rústar öllu einkaframtaki.

William Tell (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 18:02

6 identicon

Framseljanlegur kvóti er furðulegt fyrirbrigði hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Ég vinn í ferðaþjónustu. Hvernig myndi það virka ef ég þyrfti að kaupa kvóta í þeirri grein. 3000 ferðamansígildi á xxxx milljónir króna, sem ég gæti svo veðsett fyrir auknu húsnæði, rúmum, og öðrum búnaði og svo þegar ég hætti starfsemi þyrfti sú sem við tæki að kaupa af mér yfir skuldsettann kvótann til að komast inn í greinina. Það sér hver maður að þetta virkar ekki. Mun eðlilegra að þessar greinar skili sínu til samfélagsins í gegnum virðisaulaskatt og aðra skatta til samfélagsins en eftir því sem ég best veit skilar sjávarútvegurinn engum virðisaukaskatti í skjóli þess að fiskafurðir eru útflutningsvara.

Þóra Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband