Dagur og félagar hlusta ekki á launastefnu Jóhönnu.

Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð að sýna landsmönnum stjórnarhætti sína. Nýskipaður formaður Orkuveitunnar, sem fær 900 þús. á mánuðin sem starfandi stjórnarformaður hefir nú í umboði meirihlutans rekið forstjórann og ráðið nýjan í staðinn.

Sá nýi fær 1200 þús.kr. á mánuði. Merkilegt að Dagur B.Eggertsson hæstráðandi í nýja meirihlutanum skuli þannig gjörsamlega blása á stefnu Jóhönnu, sem tekur fram að engin í opinbera kerfinu skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra.

Laun forstjóra Orkuveitunnar eru mun hærri en forsætisráðherra. Já, Dagur gefur lítið fyrir stefnu Jóhönnu.

Auðvitað veit Dagur að Jóhanna mun svara viðtölum með því að segja: Ég vissi bara ekkert um málið og halda svo sinn útjaskaða frasa um launastefnuná sína, sem enginn af hennar eigin mönnum hlustar á.

Hvers vegna í óskupunum er Jóhanna að setja svona leikþætti á svið um hversu hún sé nú mikill jafnaðarmaður og enginn eigi að fá hærri laun í opinbera kerfinu, þegar varaformaður hennar eigin flokks blæs á tillögurnar og tekur ekkert mark á Jóhönnu.


mbl.is Hjörleifur ekki blóraböggull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir Hjörleif Kvaran, en maður sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í einhver ár getur ekki verið svo slæmur að ekki sé hægt að hafa hann áfram þar til "varanlegur" forstjóri hefur verið fundinn???  Það er nýlega búið að segja Reykvíkingum og öðrum viðskiptavinum OR að það þurfi að HÆKKA gjaldskrá OR um 36% en svo rétt á eftir er farið út í þessar aðgerðir sem auka kostnað OR um tugi ef ekki hundruð milljóna.  Ef þetta er hagræðing þá er tunglið úr osti og himininn grænn!!!

Jóhann Elíasson, 19.8.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband