22.8.2010 | 20:13
Eiga Lífeyrissjóðir að standa í áhættusömum fyrirtækjarekstri?
Ég hef stundum skrifað um hversu furðulegt það sé að fulltrúar atvinnurekenda skuli meira og minna stjórna lífeyrissjóðunum. Það eru nú einu sinni launþegarnir sem eiga þessa fjármuni í sjóðunum. Greiðslur í lífeyrissjóði er hluti af launakjörum hvers og eins.
Í hruninu töpuðu margir lífeyrissjóðir verulegum fjármunum vegna fjárfestinga í alls konar bréfum.Svo fór að skerða varð bætur margra sjóða.
Það vekur því furðu að lífeyrissjóðirnir skulu nú velja þá stefnu að fjárfesta og eignast mörg stór fyrirtæki. Það hlýtur að vakna súspurning hvort eðlilegt sé að lífeyrissjóðirnir séu sjálfir að standa í atvinnurekstri og það í samkeppni við önnur fyrirtæki.
Með þessu er mikil áhætta tekin.Forráðamenn lífeyrissjóðanna koma nú fram og segja að þetta sé mjög jákvætt og þetta eigi eftir að skila góðri ávöxtun til sjóðfélaganna. En var það ekki einmitt nákvæmlega það sama og þeir sögðu almenningi þegar þeir fjárfestu í alls konar bréfum og töpuðu tugum milljarða.
Vonandi gengur þetta hjá lífeyrissjóðunum,en ég set stórt spurningamerki við það hvort stjórendur og fulltrúar þeirra sem eiga lífeyrissjóðina eigi að spila á þennan hátt með peninga launþeganna.
Lífeyrissjóðir rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei Lífeyrissjóðir eiga ekki að standa í áhættusömum fyrirtækjarekstri !
Jón Snæbjörnsson, 22.8.2010 kl. 20:52
Það er auðvelt að spila fjárhættuspil og veðja hátt,ef maður á ekki sjálfur peningana.
Eins og þú kemur inn á í þínum skrifum,er það aldeilis merkilegt að vinnuveitendur hafa leyfi til að ráðgast með peninga launþega.Ég er þess fullviss að aldrei hefur verið það ætlunin er samið var um lífeyrissjóðina að þeir fengju að ráðgast með eignir launþega.´´I samningum er gert ráð fyrir að inngreiðslur í sjóðina koma frá launþegum og vinnuveitendur leggi á móti.
En staðan er sú,að launþegar fá engu ráðið hvað gert er við fjármuni,sem þar liggja.
Þeir sem undirskrifa kaupsamninga ,sem lífeyrissjóðirnir eru að kaupa,eru allt gamlir vinnuveitendur.Ágúst Einarsson fv.rektor áður forstjóri Hraðfrystihúsins Reykjavíkur,Finnbogi Jónsson fv.forstjóri Síldarvinnslunar og Slippfélagsins á Akureyri.einnig má benda á Vilhjálm Egilsson form.S.A.Arnar Sigmundsson form.Félag fiskvinnslustöðva.
Allir þessir koma frá hópi atvinnurekanda,og sumir komnir á ellilaun,sem eru margfalt hærri,en ellilífeyrir launþega,sem hamast við að lækka.
Það hlýtur að koma að því,að uppreisn verði gerð,gegn þessu liði,en fyrst ber að losa sig við forustumenn launþegafélaganna,sem eru í flestum tilfellum eru búnir að starfa í áratugum og þá hlið forustumönnum vinnuveitendum,þannig að kunningskapur á milli er mikill,er hætt við því að þeir skríði fyrir þeim.Það sýnir allavega það,að þeir vilja fyrir alla muni hafa þá í stjórn sjóðanna.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.8.2010 kl. 21:49
Heill og sæll Sigurður, þetta er góður pistill hjá þér og ég er þér samála. Einnig tek ég undir hvert einasta orð sem Ingvi Rúnar segir hér í athugasemdum við þessa færslu.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.8.2010 kl. 22:14
Ástæða þess að atvinnurekendur eru í stjórn lífeyrissjóða er þeirra framlag til atvinnusköpunar. Til dæmis ef þú ert ráðin á togara kemur þú með þitt vinnuframlag en vinnuveitandin leggur fram skip,veiðarfæri og svo framvegis. Skelfing væri gott að við Íslendingar mundum hætta að tuða um augljósar staðreyndir eins og samninga milli ASÍ og SA sem eru öllum læsum manneskjum aðgenginlegir.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 03:09
Iðgjaldsgreiðslur í lífeyrissjóð er hluti af launakjörum launþega, bæði það gjald sem launþeginn sjálfur leggur til svo og mótframlag atvinnurekenda. Þetta er til komið í gegn um kjarasamninga og er óumdeilanlega eign launþegans. Því eiga atvinnurekendur ekkert erindi í stjórnir þessara sjóða, framlag þeirra í formi atvinnutækja kemur þessu máli ekkert við. Það mætti allt eins halda því fram að atvinnurekendur réðu því hvernig launþegar ráðstafi sínum launum!
Guðmundur Ingi ætti kannski að leita sér upplýsinga um tilurð lífeyrissjóðanna og þær breytingar sem á iðgjaldsgreiðslum hefur orðið. Einnig með hvaða hætti þær breytingar voru og í hvaða samhengi!
Gunnar Heiðarsson, 23.8.2010 kl. 13:05
Þetta er það sem maður hefur alla tíð verið hræddur við, að Ríkið og Atvinnuveitendur myndu fara að seilast í í sjóði launþega þegar þeyr eru búnir að klúðra öllu. Æðstu stjórnendur Lífeyrissjóðana ættu að vera eyngaungu úr röðum launþega, eða í þeyrra höndum! Það er mín skoðun.
Eyjólfur G Svavarsson, 24.8.2010 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.