Vilja Vinstri grænir setja allt í kalda kol á Suðurnesjum?

Þær eru ekki skemmtilegar fréttirnar sem berast af Suðurnesjum þessa dagana. Reykjanesbær á í verulegum fjárhagsvandræðum,þar sem nánast allar áætlanir um ný atvinnutækifæri hafa brugðist.

Íbúum fækkar á Suðurnesjum, lítið dregur úr atvinnuleysi, tekjr sveitarfélaga dragast saman. Ef áfram heldur á þessari braut eiga fleiri sveitarfélög eftir að lenda í vandræðum.

Nú er það svo að velt hefur verið upp og unnið að mörgum hugmyndum um ný atvinnutækifæri hér á Suðurnesjum.Því miður hefur það reynst óskaplega erfitt að koma málum vegna andstöðu Vinstri grænna í ríkisstjórn.

Hvernig geta þingmenn Samfylkingarinnar hér í kjördæminu sætt sig við að Vinstri grænir komi í veg fyrir að Suðurnesin fái tækifæri til að spjara sig. Þingmenn Samfylkingar hér í kjördæminu verða nú að grípa tilo róttækra ráða og hreinlega hóta að hætta stuðningi við Vinstri stjórnina fái atvinnumál Suðurnesjamanna ekki grænt ljós hjá VG.


mbl.is Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

vinstri stjórnin er með atvinnupólitískt einelti þarna -

Óðinn Þórisson, 30.8.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig er það Sigurður, gerir þú þér virkilega ekki grein fyrir að það er Sjálfstæðisflokkurinn, einn og óstuddur,  sem komið hefur Reykjanesbæ í kalda kol. Þar hefur VG hvergi komið nærri.

Eða ertu máske bara svona óheiðarlegur.

Jóhannes Ragnarsson, 30.8.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhannes minn. Þú áttar þig ekki á því að sjálfstæðismenn telja sig eiga að hafa frjálsan og óhindraðan aðgang að auðlindum þjóðarinnar.

Árn Sigf. talaði mikið í Kastljósinu um það hvað "við" værum búnir að gera.

Það sem "við" höfðum gert var að semja við erlenda málmbræðslu um álver í Helguvík og skipa svo ríkinu, Landvsirkjun HS orku, Orkustofnun, skipulagsyfirvöldum umhverfisyfirvöldum og síðast en ekki síst máttarvöldum að sjá til þess að orka væri fáanleg í hvelli. Og "við" byggðum Helguvíkurhöfn og svo skipulögðum "við" lóðir.

Út á þessa sjálfsögðu hluti tókum við auðvitða lán sem "við" ætluðum að borga þegar "við" værum búnir að græða á eigin dugnaði.

Vinstri grænir stöðvuðu auðvitað dæmið með því að nú finnst ekki orka í jörðinni til að nýta í álverið.

Það er áreiðanlega vinstri grænum að kenna að það finnst ekki nein viðbótaorka sem treystandi er á.

Það sem Árni Siff. sagði satt var það að sjallar fengu blússandi góða kosningu í Reykjanesbæ.

Árni Gunnarsson, 30.8.2010 kl. 22:15

4 identicon

Varla getur það verið ríkisstjórninni að kenna þegar ekki hefur samist við landeigendur við Þjórsá.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:47

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Landsvirkjun lýsti því yfir að orkan úr Þjórsá yrði ekki notuð í ný álver. Þannig að ekki stóð til að nota orkuna úr Þjórsá í helguvík.

Sigurður Jónsson, 31.8.2010 kl. 11:48

6 Smámynd: Auðun Gíslason

?"Einsog öllum er ljóst er aðeins Sjálfstæðismönnum treystandi fyrir fjármálum sveitarfélagsins/borgarinnar/ríkisins etc."

Auðun Gíslason, 31.8.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband