30.8.2010 | 23:30
Jóhannes fær 90 milljónir fyrir að hætta. Hvað ætli Jón Ásgeir myndi fá?
Aldeilis er flott að vera viðskiptavinur hjá Arion banka. Fyrirtæki Bónusfeðga skulda nokkra tugi milljarða hjá bankanum. Þrátt fyrir það er Jóhannes leistur út með 90 milljón króna lokagreiðslu. Ætli öðrum viðskiptavinum standi svona til boða? Maður veltir fyrir sér hvað Arion banki myndi greiða Jóni Ásgeiri fyrir að hætta.
Ekki nóg með þessa greiðslu fær Jóhannes að velja nokkrar þokkalegar verslanir útúr pakkanum og kaupa á 1200 milljónir króna. Bankinn segist ekki lána Jóhannesi þessa upphæð. Merkilegt nokk að aðili sem skuldar bankanum milljarða tugi skuli fá tækifæri til að kaupa nokkrar verslanir og geta reitt fram úr erminni 1200 milljónir króna. Já,þeir Baugsfeðgar virðast eiga eitthvað skotsilfur enn undir koddanum.
Auðvitað er það fagnaðarefni ef bankarnir eru að breytast í svona góðgerðastofnanir, þar sem engu skiptir þótt menn skluldi tugi milljarða. Aiðvitað ganga hagsmunir (sumra) viðskiptavina framar hagsmunum bankans.
Jóhannes hættir hjá Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Arion er ekki í uppáhaldi hjá mér!
Sigurður Haraldsson, 31.8.2010 kl. 01:03
Ég er að hugsa um að hætta viðskiptum mínum við AraJón þangað sem ég var fluttur nauðugur þegar að bankinn minn fór á hausinn.
Hvað ætli milljónirnar verði margar sem þeir stinga í baukinn minn er ég skelli á eftir mér hurðunum hjá þeim.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 01:12
Þó svo hlutafélag skuldi milljarða tugi þá telst það ekki vera skuld hluthafa (eigenda). Þannig er með flestar skuldir sem almenningur skrifar á "útrásarvíkingana", þeir bera enga persónulega ábyrgð og ekki er hægt að ganga að eignum þeirra. Þeir voru bara hluthafar eins og tugþúsundir annarra Íslendinga. En þetta veistu vel sjálfur.
Skuldlaus viðskiptavinur með milljarða í vasanum. Sambönd, vitneskju og þekkingu sem geta kostað bankann milljarða. Er ekki, og verður aldrei, tekinn sömu tökum og venjulegur eignalaus ræfill af götunni. Eins og þú þekkir.
Dabbi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 01:15
Þessi þjófur og glæpamaður er að borga með þýfi þessar 1200 milljónir, það er öllum ljóst.
Guðmundur Pétursson, 31.8.2010 kl. 03:39
Daddi, var ekki Jóhannes gerður gjaldþrota fyrir nokkru, þ.e. hann sjálfur? Ef þú værir gerður gjaldþrota, þá mættir þú ekki eiga neitt í nokkur ár, þannig að þessi 90 mil, sem hann fékk ætti að fara beint í ríkisjóð uppí skuld, ekki satt? Oh, nei hann er Jóhannes í Bónus, svo sú regla á ekki við um hann.
Jóhannes ekki í bónus (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 05:15
hvar fékk kallinn þessar 1200 milljónir ? og því heldur hann enn þessum "skilning" hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum ?
Jón Snæbjörnsson, 31.8.2010 kl. 15:49
Mér vitanlega hefur Jóhannes í Bónus aldrei verið úrskurðaður gjaldþrota. Mörg þeirra fyrirtækja sem hann var hluthafi í hafa orðið gjaldþrota. Hluthafar eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum hlutafélaga.
1200 milljónir eru brot af þeirri upphæð sem Jóhannes fékk í sinn vasa þegar Bónus, Baugur, o.fl. var hlutafélagavætt.
Dabbi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 18:06
Mafía og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 2.9.2010 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.