Er Árni Páll á móti Ástum?

Árni Páll,félagsmálaráðherra,hefur vakið athygli fyrir ótrúleg vinnubrögð sem eiga ekkert skylt við að taka faglega á málum. Árni Páll sniðgengur allar venjulegar leikreglur til að reyna að koma sínum gæðingum í toppstöður.

Runólfsævintrýrið varð frægt um land allt,þegar átti að troð honum inní embætti umboðsmanns skuldara. 'Arni gat ekki hugsað sér að Ásta forstöðumaður Ráðgjafastofunnar fengi embættið. Reyndar klúðraðist málið svo í höndum Árna að hann varð að bakka.

Ekkert virðist Árni hafa lært að Runólfsævintýrinu, því enn ætlar hann sér að taka U-beygju í venjulegum vinnubrögðum og sniðganga stjórn Íbúalánasjóðs við að velja sér forstjóra. Ekki kemur til greina að starfandi forstjór taki við embættinu enda heitir hún Ásta.

þetta gerist þrátt fyrir að meirihluti stjórnar Íbúalánasjóðs hafi verið búinn að samþykkja Ástu.Nei,ráðherrann vill veita manni sér þóknanlegum góðan bytling.

Það er talað um uppstokkun í ríkisstjórninni. Miðað við vinnubrögð Árna Páls hlýtur hann að vera ofarlega á lista þeirra sem Jóhanna ætlar að losa sig við, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt að heyra með það hvað Ástur eiga erfitt uppdráttar. Ég veit að þín Ásta er í góðum málum.
Vera kann að aðrir umsækjendur séu hæfari en Ásta til starfans og kannski er ráðherra að fá betra mat á það fólk. Samkvæmt fréttum á Pressunni virðast margir umsækjendur vera ósáttir við að Ásta hafi talist hæfust og því gæti Árni verið að bregðast við þeirri óánægju. Við skulum spyrja að leikslokum.

Siggi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband