Garður eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem sleppur við aðvörunarbréf eftirlitsnefndar.

Slæm fjármálastaða margra sveitarfélaga hefur verið fyrirferðarmikil þessa dagana í fjölmiðlum. Greint hefur verið frá að 12 sveitarfélög séu búin að fá aðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna slæmrar skuldastöðu. Einnig hefur verið greint frá því að 10 sveitarfélög til viðbótar muni f´ða sent bréf.

Athygli vekur að hér á Suðurnesjum fá sveitarfélögin Reykjanesbær,Sandgerði, Vogar og Grindavík öll bréf frá Eftirlitsnefndinni.

Sveitarfélagið Garður er eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem ekki fær bréf.

Reyndar er það svo að Sveitarfélagið Garður hefur aldrei fengið bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna skuldamála eða rekstrarerfiðleika.

Fyrri bæjarstjórnir Garðs reyndu ávallt að gæta mikils aðhalds í rekstrinum og fara skynsamlega í framkvæmdir. Eitt af því sem á stóran þátt í hversu vel Garðurinn stendur að ekki var farin sú leið að selja fasteignir og leigja síðan af fasteignafélaginu.

Árið 1993 var byggð stór og glæsileg Íþróttamiðstöð í Garðinum og 15 ára lán tekið til þeirra framkvæmda. Nú á sveitarfélagið þetta glæsilega mannvirki skuldlaust. Á þennan hátt var einnig staðið að öðrum framkvæmdum.

Auðvitað skipti það miklu á síðasta kjörtímabili að eign sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja var seld. Bæjarstjórn síðasta kjörtímabils virðist einnig hafa haldið uppi skynsamlegri stefnu og ekki ætt út í neina vitleysu.

Með þessa sterku stöðu á Sveitarfélagið Garður mikla möguleika verði sömu stefnu áfram viðhaldið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband