Er lítið að marka bréf Eftirlitsnefnar með fjármálum sveitarfélaga?

Sveitarfélög vilja gjarnan sleppa við að fá aðvörunarbréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Það vekur jafnan upp frétt í fjölmiðlum og nöfn þeirra sveitarfélaga sem frá bréf eru nefnd. Í hugum margra er það nokkurs konar svartur stimpill á sveitarfélög sem fá sent aðvörunarbréf. Nú er það svo að auðvitað hafa sum sveitarfélög lent í fjárhagsvanda af ýmsum ástæðum og það getur því verið eðlilegt að Eftirlitsnefndin grípi inní.

Hitt vekur aftur furðu að sveitarfélög sem eru ágætlega sett og geta vel staðið við sínar skuldbindingar og veitt góða þjónustu skuli fá bréf. Þetta á t.d. við um Vestmannaeyjabæ, sem upplýst hefur að þar sé ekki um neinn fjárhagsvanda að ræða. Upplýst hefur verið að sveitarfélagið á digra sjóði. Eftirlitsnefndin hefur viðiurkennt þetta með yfirlýsingu um góða stöðu Vestmannaeyjabæjar.

Hvað þá með önnur sveitarfélög? Eru fleiri sveitarfélög ágætlega stæð, sem fengið hafa bréf?

Það hlýtur að vera krafa íbúa sveitarfélaga að Eftirlitsnefndin sé ekki að senda frá sér lista um slæma stöðu hjá sveitarrfélagi nema eitthvað sé til í þeim fullyrðingum.

Sveitarstjórnarmönnum og íbúum sveitarfélags finnt örugglega lítið gaman að lenda á þessum svarta lista Eftirlitsnefndarinnar. Það er því ekki boðlegt að setja sveitarfélög á listann, sem eiga alls ekki að vera þar.

Væntanlega birtir Eftirlitsnefndin nýjan lista eftir að hafa farið yfir málin.

 


mbl.is Vestmannaeyjabær ekki í fjárhagsvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband