Nýjan Herjólf í vegapakka ríkis og lífeyrissjóða.

Fram hefur komið að ríkisvaldið á í samningaviðræðum við lífeyrissjóðina að fjármagna stórverkefni í vegagerð næstu ára. Hér er verið að tala um pakka uppá 30-40 milljarða, sem lífeyrissjóðirnir myndu leggja til í vegaframkvæmdir sem éndurgreitt yrði arf ríkinu.

Bent hefur verið á að við gerð Landeyjahafnar var samhliða gert ráð fyrir að smíða nýtt skip til þeirra siglinga. Það vissu allir að núverandi Herjólfur hentaði alls ekki tilo þeirra siglinga. Eins og kunnug er var smíði nýs Herjólfs frestað vegna hrunsins.

Nú er rætt um að hefja sóknina í vegagerð með tilkomu lífeyrissjóðanna. Rætt hefur verið um margar stórar framkvæmdir eins og Suðurlandsveginn,Vaðlaheiði, Reykjanesbrautina o.fl.

Í upptalningunni heyrði ég ekki minnst á nýjan Herjólf. Það er alveg nauðsynlegt að séð verði til þess að smíði skips sem hentar í siglingu milli Eyja og Landeyjahafnar verði sett í vegapakkann.

Öll undirbúningsvinna að nýju skipi hefur farið fram og nú vita menn enn meira um þessa siglingaleið,þannig að drífa þarf strax í þessum hlutum.

Bæjarstjórn og þingmenn kjördæmisins verða nú þegar að taka höndum saman og þrýsta á vegagerðina,samgönguráðherra og ríkisstjórnina að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hentugra skip fáist í siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar.


mbl.is Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Tyrfti ekki nyr Herjolfur ad vera a skridbeltum til ad geta notad Sandeyjarhøfn

Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband