Jón Gnarr kynnir sig sem klám borgarstjóra.

Fleiri og fleiri hljóta nú að gera sér grein fyrir hvers konar borgarstjóra hofuðborg Íslands situr uppi með þetta kjörtímabil. Framan af fyrra kjörtímabili var allt á fullu í klúðri og veseni, en það var þó eingöngu á innanlandsmarkaði.

þetta kjörtímabil byrjar sem allsherjar skrípaleikur hjá borgarstjóra. Hann virðist telja það skyldu sína að halda áfram að leika einhverja trúða. Það er eins og hann geri sér enga grein fyrir að hann er kominn í eitt áb yrgðarmesta starf landsins. Það getur ekki gengið að svara og tala sem einhver trúður. Það má vel vera að sumum finnist þetta voða sniðugt hér á okkar litla landi,en að borgastjóri skuli vekja athygli á erlendis fyrir það að helsta áhugamál hans á netinu sé að horfa á klám. Það bara gengur ekki fyrir mann í stöðu borgarstjóra að koma þannig fram.

Ömurlegt er það hjá stjórnmálamanni eins og Degi, sem vill láta taka sig alvarlega að hafa gert Jón Gnarr að borgarstjóra, sem kynnir sig sem einhvern klámáhugamann erlendis.

Og hver eru svo viðbrögð borgarstjóra. Áfram trúðsháttur. Hann segist koma heim sem dónakall og ætli aldrei aftur til Brussel.

Auðvitað var fyrri hluti síðasta kjörtímabils skelfilegt fyrir Reykjavík en sem betur fer endaði Hanna Birna,borgarstjóri það með því að njóta stuðnings 70% borgarbúa. Það er því grátlegt að Jón Gnarr skuli hafa fengið stuðning svo margra kjósenda að Samfylkingin fékk tækifæri til að setja trúðsleikara í stól borgarstjóra.

 

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir hafa skoðað klám....þetta má ekki vera svona feimnismál!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Þú kynnir þig sem mann með mikla reynslu af pólitík. Það endurspeglast líka í skrifum þínum: "Ömurlegt er það hjá stjórnmálamanni eins og Degi, sem vill láta taka sig alvarlega að hafa gert Jón Gnarr að borgarstjóra". Stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega (af öðrum stjórnmálamönnum), eiga auðvitað ekkert með það að gera að "gera" þann sem hlaut yfirgnæfandi kosningu í lýðræðislegum kosningum að borgarstjóra. Getur verið að kjósendur hafi kannski einmitt verið komnir með upp í kok af stjórnmálareynsluboltum sem vinna fyrir sjálfan sig og flokkinn og gefa ekki skít í umbjóðendur sína?

Ég hef enga trú á að Jón Gnarr sé gallalaus maður, en ég hef á tilfinningunni að hann sé hvorki þjófur né lygari....og í hans núverandi atvinnugeira er það fátítt. 

Guðmundur Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 21:29

3 identicon

Hann segir satt, eitthvað sem er bæði hressandi og löngu tímabært í pólitík

Unnar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:36

4 identicon

Jón kemur bara til dyranna eins og hann er klæddur hverju sinni og það væri gott ef fleiri gerðu það.

Hólímólí (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 21:58

5 identicon

Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa borgarstjóra sem er svona hreinskilinn. Hann var kosinn á þeim forsendum að fara aðrar leiðir, ekki leika gamla pólitíkusarleikinn.

Flestir karlmenn skoða klám, staðreynd. Margir skoða mikið klám, jafnvel aðallega á netinu eins og Jón. Af hverju þarf það að vera eitthvað feimnismál? Borgarstjóri er mannlegur eins og aðrir.

Má borgarstjóri ekki viðurkenna að hann drekki áfengi vegna þess að unglingar gætu hermt eftir honum? Þvílíkt bull.

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:38

6 Smámynd: Pétur Harðarson

Dagur er nú meiri trúður en Jón Gnarr. Hann sýnir t.d. töfrabrögð í hvert sinn sem hann opnar munninn og dælir út úr sér hundruðum orða án þess segja neitt. Hvílíkur trúðshæfileiki! En kannski er einfaldlega við hæfi að hafa trúða í ráðhúsinu þar sem það hefur verið hálfgerður fáránleikasirkus síðustu ár.

En það er ekki hægt að deila um það að Jón Gnarr hefur vakið von og gleði í Íslendingum, eitthvað sem enginn annar stjórnmálamaður hefur reynt að gera á þessum erfiðu tímum. Gömlu valdaklíkurnar verða bara að sætta sig við í bili að Reykvíkingar vilja trúðinn Jón Gnarr sem borgarstjóra. Sorry.

Pétur Harðarson, 8.9.2010 kl. 22:43

7 Smámynd: Anepo

"Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum."

Ekki sést það hjá þér vinur minn.

Hvort viltu einhvern sem lýgur alltaf að þér eða segir þér sannleikann?

Þú kýsti greinilega hið fyrra sem sýnir stuðning þinn við föðurlandssvik, þjóðarmorð og fasisma.

Anepo, 8.9.2010 kl. 22:45

8 identicon

Nú er sendisveinn Samfylkingarinnar á leið til Brussel,þessi sendisveinn heitir Jón og er titlaður sem Borgarstjórinn í Reykjavík.

Númi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 23:51

9 identicon

Hmmm Hanna Birna endaði með 70% fylgi.....og skít tapaði svo ásamt flokk sínum fyrir trúðahóp.....þetta hlítur að vera met í fylgistapi.....sem segir kanski margt um það hversu ánægð þessi 70% voru með vinnu hennar.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:54

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gnarrinn má passa sig að tapa sér ekki alveg - það sem honum kanski leifist hér er ekki viðurkennt víðast annarstaðar - óþarfi að haga sér eins og einhver "Silvía" eða hvað hún hét þessi eurovision "mær"

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2010 kl. 08:19

11 identicon

Heimskulegar spurningar kalla á heimskuleg svör.

Ég kalla það heimskulega spurningu að spyrja fólk um internetvenjur þess og Jón er greinilega á sama máli því hann svarar spurningunni út í hött.

Banani (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:11

12 identicon

Mér þykir þú nú bara vera leiðinlegur kall með úreld viðhorf. Horfum fram á við Reykvíkingar og aðrir Íslendingar. Með Jóni sjáum við ljós við enda ganganna. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og ræðir við blaðamenn og topp lið heimsins á mannamáli og segir það sem honum finnst, annað en þessi Sigurður sem segir það sem FLokknum finnst !

Árni Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:43

13 identicon

Ef þessi Jón væri Borgarstjóri í einhverri annari borg í Evrópu hvað þá í Ameríku,að þá væri hann annaðhvort búinn að segja af sér eða hann hreinlega rekinn.Eina sem þessi veiklundaði Jón kann,það er bara að fíflast og kjósendur hans virðast ekki taka eftir því að hann er að gera grín að þeim fyrir að hafa kosið hann,og kjósendur hans hlæja með honum í einfaldleika sínum.

Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband