Hvað gerir Jón dónakall. Biðst hann afsökunar? Ætli það?

Auðvitað vakti það athygli þegar sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík upplýsir við erlendan blaðamann að hann eyði mestu af tíma sínum á netinu við að skoða klámsíður. Alvöru borgarfulltrúar bæði í meirihluta og minnihluta líta á svona yfirlýsingar sem alvarlegan hlut. Borgarstjóri er m.a. yfirmaður allra skóla í borginni og hlýtur að eiga að vera góð fyrirmynd.

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi í meirihlutanum segir:

"Klám er gróft ofbeldi. Skil því ekki afhverju borgarstjóri var að segja þetta, þar sem hann er einlægur talsmaður gegn ofbeldi. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafnar klámi.“

Nú er það stóra spurningin hvort Jón Gnarr stígur fram og biður afsökunar á orðbragði sínu. Það hlýtur að vera krafa annarra borgarfulltrúa og vonandi flestra kjósenda.



mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Auðvitað vakti það athygli þegar sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík upplýsir við erlendan blaðamann að hann eyði mestu af tíma sínum á netinu við að skoða klámsíður."

Ekki láta svona. Þetta var spaug, tekið úr samhengi.

Hvað var hann að segja í samtali við fréttamann mbl.is? Þetta var tekið úr samhengi. Þú ert enn fremur að taka orð hans úr samhengi; þú ert að segja að hann eyði megninu af tíma sínum á klámsíðum.

 Hættu.

Jóhann (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 14:31

2 identicon

Jón Gnarr er ekki "alvöru borgarfulltrúi" þess vegna kusum við hann.

Styð hann 100%

Geir (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 14:35

3 Smámynd: Durtur

Minnst 100% hérna megin líka: Jón Gnarr sem næsta forseta Lýðveldisins Íslands!

Eruð þið virkilega ekki farnir að skilja ennþá afhverju við kusum mann eins og hann frekar en menn eins og "ykkur"? Gangi ykkur þá vel í framtíðarkosningum...

Durtur, 9.9.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

fólk þarf bara að fara að hætta að missa sig yfir því sem einhver segir og fara að líta meira á hvað þeir eru að gera. einstæklingur getur látið mjög asnalega hlutu út úr sér en samt unnið góð verk.

hvort viltu einhvern sem talar vel og kemur alltaf vel framm en svo veistu ekkert hvað hann gerir í raun og veru eða viltu einhvern sem gerir réttu hlutina en getur verið "karakter" í viðtölum og því um líkt.

Ingi Þór Jónsson, 9.9.2010 kl. 14:55

5 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Obs, var bara búinn að horfa á helmingin af viðtalinu þegar ég skrifaði þetta, svo í seinni partinum kom nákvæmlega það sem ég var að segja frá honum.

please disregard my earlier post :)

Ingi Þór Jónsson, 9.9.2010 kl. 14:57

6 identicon

Meiri lætin út af sakleysislegum ummælum borgarstjórans sem hafa verið slitin úr samhengi og bæði of- og yfirtúlkuð af óvildarfólki hans. Stormur í vatnsglasi.

Hólímólí (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:10

7 identicon

Er það ekki. Þið íhaldsmennirnir verði alltaf svo reiðir og svekktir þegar þið tapið borginni. Það eru allir fífl og hálfvitar sem stjórna. Framsóknarmennirnir fara afturmóti í fýlu ef þeir fá ekki að vera með! Halló bíðið bara ef hæstiréttur dæmir fólkinu í óhag með erlendu lánin brýst hér út önnur búshaldabylting, ríkisstjórnin hrökklast frá og við Gnarrararnir tökum þetta og hreinsum út af alþingi!

algor (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:16

8 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Að vísu óaðgætileg ummæli hjá borgarstjóra í gríni, en ekkert til að argviðrast út af, slitið úr samhengi eins og alltaf til að koma á stað ofstækisviðbrögðum. Styð Gnarr 100 % + Engin spurning um það. Held að væri nær að taka á glæpaliðinu hér sem hefur rænt og ruplað óátalið og komið okkur í skuldaklafa sem ekki sér fyrir endann á þótt langt sé litið.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 9.9.2010 kl. 15:31

9 identicon

Ekki er ég íhaldsmaður,og ekki er ég ánægður með þennan gerfiborgarstjóra sem er fjarstýrður af Samfylkingunni.Hér í pistli fyrir ofan má sjá að þar nefnir Inga(no8) að það væri nær að taka á glæpaliðinu sem rænt hefur hér og ruplað,,,...Það má minna á það að hverjir komust til valda með þesum Jóni Gnarr Gerfiborgarstjóra,hverjir hafa tekið yfir Orkuveituna,Borgina,og fleirri stofnanir innan Reykjavíkurborgar,,,,,,,,,,,,,,jú það eru ´´allskonar,,rumpulýður sem plantað hefur verið inn með aðstoð þessa gerfiborgarstjóra.það mátti alveg reyndar taka til hjá Orkuveitunni,,,en hverjir komu þar að stjórn eftir borgarstjóraskiptin með þessum gerfiborgarstjóra.Þessi veiklundaði og augljóslega geðstyrði Gerfiborgarstjóra á að segja af sér,ef hann væri í öðru landi sem ''borgarstjóri'' að þá væri hann fyrir löngu búin að láta taka pokan sinn.Enn og aftur segi ég það að þessum Gerfiborgarstjóra er fjarstýrt af Samfylkingunni.Í raun og veru er það Samfylkingin sem öllu ræður í borginni,(og í landsmálunum því miður.)ps:það er fínt að vera utanflokka einsog ég.

Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:46

10 identicon

Mér finnst í sjálfu sér alveg merkilegt hvað allir eru hneykslaðir á þessu. Jafnvel þó hann hafi verið að grínast, þá fyndist mér lítið athugavert við að hann skoði klám á netinu í sínum eigin tíma. Það að bendla klám og nektarstaði endalaust við mannsal er alveg fáránlegt, vissulega er stundum einhver tenging á milli, en hún er svona svipuð og að heimta bann á áfengissölu þar sem hún leiði af sér nauðganir.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:50

11 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Styð Jón Gnarr líka 100%.  Þetta er stormur í vatnsglasi og voðalegt moldviðri út af þessum sakleysislegu ummælum grínistans.  Mikið hefði verið gott ef sjálfstæðismenn hefðu einungis gerst sekir um að skoða klámsíður.  En þeir þurftu líka að setja Ísland á hausinn og gott betur.  Þeir ættu kannski bara að halda sig við klámsíðurnar í framtíðinni, þannig gera þeir minnst ógagn.

Guðmundur Pétursson, 9.9.2010 kl. 16:03

12 identicon

Jón Gnarr var ekki að segja þetta sem grínisti, hann var að segja þetta sem borgarstjóri og ég trúi honum að hann sé á klámsíðum í vinnunni. En skildi hann vera á hommaklámi, lessuklámi, barnaklámi eða gagnkynhneigðraklámi. ??

Það er gott að fá svar við því,  hann hefur eflaust þörf fyrir þetta áður en hann fer heim. :)

Hér eftir mun hann ganga undir nafninu KLÁMBORGARSTJÓRINN

Móri (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:17

13 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jón Gnarr hefur nú sjálfur harmað það sem hann sagði og er það vel. Hann þarfr að átta sig á að staða borgarstjóra er ekki eitt af grínhlutverkunum sem hann hefur leikið.Sem borgarstjóri er hann ekki Georg Bjarnfreðarson.

Sigurður Jónsson, 9.9.2010 kl. 16:31

14 identicon

Fólk þarf að fara draga kústsköftin úr rassgatinu á sér og slappa af. Mér finnst að það ætti að setja þetta í skólabækurnar sem dæmi um að gera úlfalda úr mýflugu. Mér finnst tillagan um að hann þurfi að biðjast afsökunar á smá gríni næstum því jafn fyndið eins og grínið sjálft.

Ef þið viljið hann ekki sem borgarstjóra, sendið hann þá bara norður til Akureyrar því ég væri sko alveg til í að hafa hann sem bæjarstjóra.  Ég styð algjörlega þá tillögu að Jón Gnarr verði næsti forseti lýðveldisins

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 17:52

15 identicon

Mannréttindastefna reykjavíkur hafnar klámi.. what a joke. Fáfrædi og fordómar í fólki alltaf hreint. Er ekki full heimskulegt ad setja allt klám undir sama hattinn. Ætli thad sé ekki smá munur á hefdbundnu atvinnufólki og ótíndum naudgurum og óthjódalýd.

Legato (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 18:30

16 Smámynd: Vendetta

"Klám er gróft ofbeldi." Það er tómt kjaftæði. Venjulegt klám milli fullorðinna er ekki ofbeldi. Björk Vilhelmsdóttir er rugludallur eins og allir aðrir femínistar. Allir karlmenn skoða eðlilega klám, og það gerir Jón Gnarr líka, þótt hann neiti því.

Hins vegar verður Jón að læra það að fréttamenn eru óheiðarlegir og snúa út úr öllu og slíta allt úr samhengi til að geta skrifað æsifréttir. Nú þegar hann er borgarstjóri verður hann að læra, að þegar hann talar við fréttamenn þá verður hann að gæta þess vel að:

  1. segja ekki brandara
  2. segja ekkert sem getur misskilizt
  3. segja ekkert sem er í mótsögn við annað sem hann hefur sagt áður
  4. segja ekkert sem er hægt að nota gegn honum á neinn hátt.

Þessi heilræði kosta ekkert, Jón. Vonandi ferðu eftir þeim. Það sem kjósendur vænta af þér er að þú gerir hlutina öðruvísi en ekki bara talir öðruvísi og að þú sért ekki að gaspra og sért ekki að reyna að vera fyndinn borgarstjóri, því að það veikir stöðu þína, ef þú ræður ekki við það. Þetta þýðir ekki að þú þurfir að vera leiðinlegur eða tala alltaf um ekki neitt, aðeins að segja rétta hluti á réttum tíma. Þú getur gert það og samt verið hreinskilnari og heiðarlegri en fyrirrennarar þínir.

Það er pólítísk vizka að falla aldrei í neina gildru sem veitir pólítískum andstæðingum sínum og samherjum höggstað á sér. Það þykir líka vizka að treysta engum í pólitík (án þess þó að fá ofsóknarbrjálæði).

Vendetta, 9.9.2010 kl. 19:22

17 Smámynd: Durtur

Þó ég sé alltaf hrifinn af skrifum Vendetta vona ég að Jón fari ekki eftir þessum ráðum: það er löngu kominn tími til að hrista aðeins upp í þessu liði. Annars sýnist mér vera einhver misskilningur um viðbrögð erlendis, því þau hafa ekki verið staðar eftir því sem ég best veit (með fyrirvara um eigin fávisku). Allt þetta "fár" hérna heima er komið til vegna örfárra nöldurseggja sem hafa hærra en hinir, persónulega þætti mér athyglisvert að sjá almennilega skoðanakönnun um þetta.

Ég held altént að ég geti fullyrt nokkuð örugglega að Jón hafi ekki misst svo mikið sem einn stuðningsmann við þetta. En haldið endilega áfram með stormana í vatnsglösunum ykkar--þetta eru heillandi skrif, þó ekki sé nema frá verðurfræðilegu sjónarhorni. 

Durtur, 9.9.2010 kl. 20:04

18 identicon

Segjum sem svo ef Dagur B hefði sagt þetta og þá er ég að tala um það sem kom uppúr Jóni Gnarr í erlendan fjölmiðil,já ef Dagur hefði sagt þettað eða einhver annar í borgarstjórn,hefði ekki verið komin krafa um afsögn þar????Jú það væri ég viss um,en leikarinn og trúðurinn hann Jón Gnarr virðist komast upp með hvað sem hann segir,,,,,hann er vanhæfur og hefur verið það frá fyrsta degi er hann hlummaði sér í borgarstjórastólinn.

Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 21:23

19 identicon

Er klám núna orðið gróft ofbeldi ?

Er ekki kominn tími á að banna þessar ný-öfga-femínista beljur?

Ég meina það...þetta fólk er hættulegt sjúkt og afbrigðilegt  ofstopahyski.

Djö.. er ég orðinn þreyttur á þessu femínistastóði !

runar (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 00:03

20 identicon

Ættu feministar ekki frekar að berjast fyrir auknum réttindum klámleikkvenna og berjast gegn fordómum gegn þeim og fyrir frjálsu atvinnuvali kvenna alstaðar í heiminum frekar en að nota fáfræðisstimpilinn sinn og kalla þær allar fórnarlömb kúgunar, ofbeldis og nauðgunnar..?

Legato (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:44

21 identicon

er samálar Rúnari og legato..Svo hefði Durtur ekki geta orðað þetta betur,þetta eru allt pólitíkusar sem eru að reyna allt til að koma andstæðingnum i vandræði en fatta ekki að við viljum ekki hinar flokkana..Númi við viljum þennan Borgarstjora hann fékk meirihluta atkvæði og er þvi vel starfi sýnu vaxin á hann að segja af ser af þvi hann er með húmor og er ekki hræddur að koma fram án þess að vera með grímu? eins og allir aðrir pólitíkusar

jon fannar (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:41

22 identicon

afhverju eru norna brennur ekki lengur yrði gott að segja að sóley tómatadóttir væri norn , því hun er greinilega með grjót i píkuni og allt er henni ómögulegt  . vorkennini syni hennar , hun lætur hann öruglega ganga um í kjól eða verra klippir undan honum :/.. hun er verst af þeim verstu  endalaust að skipta sér að öðrum  "stjórnunar áráttu"
feministar eru næsta kynslóð talibana . sprengja i loft upp eitthvað ef þeim mislikar það sem aðrir gera . . .

>ættli maður kasti ekki bara skó i hana ef maður sér hana á röltinu ?<   .tekk fram ég er ekkert að fara henda i hana skó .       .

                                    hun ætti að leita sér hjálpar .

ragnar (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband