Fátækt þjóðarskömm sagði Jóhanna fyrir 13 árum.Kenndi þáverandi forsætisráðherra um. Samkvæmt þessu hlýtur hún að bera höfuðábyrgðina nú á fátækt.

Já, Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, talaði um það fyrir 13 árum að fátækt væri þjóðarskömm. Þá kenndi hún þáverandi forsætisráðherra um. Auðvitað er það þjóðarskömm að fátækt skuli vera til staðar á Íslandi. En hverjum ætli Jóhanna kenni nú um?

Nú hefur þessi sama Jóhanna og skellti skuldinni á þáverandi forætisráðherra fjöregg þjóðarinnar í sínum höndum.

Mörgum finnst Vinstri stjórnin ansi lítið hafa gert til hjálpar heimilæum landsins. Talið er að yfir 40 þúsund heimili landsins eigi í verulegum fjárhagsvandræðum.

Fyrir 13 árum sagði Jóhanna.

"Þann 1. janúar 1997 sagði núverandi forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir að fátækt á Íslandi væri þjóðarskömm.

Hún sagði einnig orðrétt: Það er vissulega mjög alvarlegt ef sá maður sem öðrum fremur hefur fjöregg þjóðarinnar í hendi sér, sjálfur forsætisráðherrann neitar að horfast í augu við þá staðreynd að tugir þúsunda heimila í landinu búa við kjör nálægt sultarmörkum. Þetta er smánarblettur á þjóðinni,"

Jóhanna fyrir 13 árum og Jóhanna núna hlýtur að hafa sömu skoðun, eða hvað?


mbl.is Spyr Jóhönnu út í þjóðarskömmina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég veit ekki hvort Forsætisráðherra einum er um að kenna að þjóðarbúið er í djúpri lægð vegna skulda útrásar-ræningja sem sviðu bankastofnanir og fluttu féð burt í stjórnartíð sjálfstæðis-framsóknar og samfylkingarmanna...Fátækt Ísland fátækt fólk.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.9.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Elle_

Jóhanna Sigurðardóttir er stórsek.  Jóhanna er sek um að pína EU-umsókn með meðfylgjandi MILLJARÐA eyðslu í gegn.  Peningar sem við höfum ekki og vantar.  Jóhanna er líka sek um að ÆTLA að pína og hvað sem það kostar, ólögvörðu Icesave á alþýðu landins, 500 - 1000 MILLJÖRÐUM vegna ólögmætrar rukkunar erlendra þrjóta. 

Elle_, 10.9.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband