Ólafur Ragnar og Davíð syngja sama lagið.

Það er ótrúlegt hvað getur gerst í pólitíkinni. Hefði einhver sagt fyrir nokkrum misserum að sú stund rynni upp að Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar myndu verða fóstbræður í einhverju stærsta máli sem hefur komið á fjörur landsins hefði sá hinn sami verið talinn stórskrítinn.

En nú er þetta að gerast. Ólafur Ragnar syngur nákvæmlega sama lagið og Davíð. Almenningur á Íslandi á ekki að borga Icesave. Það er engin ríkisábyrgð. Við eigum ekki að ganga að svívirðilegum kröfum Breta og Hollendinga.

Já, undur og stórmerki gerast í pólitíkinni. Davíð og Ólafur Ragnar orðnir fóstbræður í Icesavemálinu og ekki nóg með það Ólafur Ragnar hefur efasemdir um ESB. Allir vita andstöðu Davíðs við ESB.

Já þeir félagar eru orðnir miklir samherjar. Hver hefði trúað því.


mbl.is Hvers konar klúbbur er þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú gleymir þriðja aðilanum sem syngur þenan söng - sá er heilbrigð skynsemi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.9.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég vissi að Davíð væri "laumu-kommi" af austantjaldsskkólanum en að Ólafur væri Maóisti kemur fyrst í ljós núna.

Gísli Ingvarsson, 14.9.2010 kl. 12:48

3 identicon

Já Siggi minn.Vinstri kommi hægri kommi,sama þjóðfélagsmeinið.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:34

4 Smámynd: Dingli

Sæll Sigurður

Ekki er ég hissa á að þú sért hissa, ég er líka hissa. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði ég aldrei trúað því á sjálfan mig að verða sammála Davíð Oddsyni um grundvallar atriði pólítískrar framtíðar Íslands.

Meginþorri Íslenska hagkerfisins byggist upp á útflutningi fisks og áls. Heimsmarkaðsverð áls fór fyrir ekki svo mörgum árum niður undir 1000$, nú er það öðru hvoru megin við 3000$.

Aflabrögð og verð fiskjar er líka vafasöm stærð þar sem fiskveiðar við strendur Íslands ráða stundum litlu. Hvort hiti og hafstraumar í Kyrrahafi skila Ansjósu upp að ströndum Cile og Peru ræður því hvort Íslendingar fá varla kostnaðarverð fyrir uppsjávarveiðar sínar eða hagnast um milljarða.

Þegar tekjur þjóðar ráðast að fjölmörgum óþekktum stærðum er alger nauðsyn að geta sveiflujafnað með eigin gjaldmiðli.

Dingli, 14.9.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband