Hvað ætli félagi Össur segi nú? Neitar örugglega að skrifa á merkispjöld Ólafs Ragnars.

Eins og flestir vita er Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra Íslands. Það er því óneitanlega athyglisvert þegar forseti Íslands bregður sér til Kína og rekur allt aðra stefnu heldur en Össur utanríkisráðherra boðar.

Bæði Össur og Ólafur Ragnar eru örugglega vel að sér í kínverskum kommafræðum,því á sínum tíma aðhyltust þeir báðir rótttæka stefnu, sem Kínverjar halda enn fast í.

Athyglisvert er Það svo ekki sé sterkara trekið til orða hvernig Ólafur Ragnar reynir að brosa til Kínverjanna og gefa þeim undir fótinn að frekar viljum við nú eiga samskipti við þá heldur en þennan ógurlega klúbb sem ESB er.

Þarna spilar Ólafur Ragnar út spilum þvert á stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Á sínum tíma neitaði Össur sem utanríkisráðherra að fara í opinbera heimsókn með Ólafi Ragnari. Sagðist ekki ætla að vetra neinn töskuberi fyrir Ólaf Ragnar. Nú er ég alveg sannfærður um að Össur mun neita að skrifa á merkispjöldin á töskum Ólafs Ragnars.

Já, þeir ná illa saman fyrrum fóstbræðurnir Ólafur Ragnar og Össur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eitthvað var nú stirt á milli Ólafs og Davíðs á sínum tíma. Ekki er það betra milli Ólafs og Össurar núna. Er eitthvað að hjá Ólafi eða þurfum við nýjan utanríksráðherra? Ég hallast að hinu síðara.

Sigurður I B Guðmundsson, 14.9.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband