6.10.2010 | 15:33
73 þúsund heimili eignalaus? Skjaldborg Vinstri stjórnar í verki?
Vinstri stjórnin hefur haft tvö ár til að standa við loforð sín um að slá skjaldborg um heimilin. Nú segja eflaust einhverjir. Hrunið er ekki Vinstri stjórninni að kenna. Mikið rétt og heldur er ekki hægt að skrifa hrunið á Geir H.Haarde einan.
En málið er að Samfylkingin og Vinstri grænir gáfu það út þegar þau tóku við og fyrir kosningar að þau ætluðu að slá skjaldborg um heimilin. Jóhanna og Steingrímur J. gáfu út sterkar yfirlýsingar að kjósendur ættu að treysta þeim. Þau fengu umboðið. Meirihluti kjósenda vildi gefa þeim tækifærið til að bjarga illa stöddum heimilum landsins. Þau hafa gersamlega brugðist því trausti.
Nýjasta útspil Vinstri stjórnarinnar er með ólíkindum, þar sem leggja á meira og minna niður sjúkrahús landsbyggðarinnar. Það mun skerða þjónustu og öryggi íbúanna auk þess að valda enn meira atvinnuleysi.
Vinstri stjórnin ræður ekki við vandann. Það þarf að boða til kosninga.
Verða 73 þúsund heimili eignalaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður ekki gleyma því að félagar þínir og samherjar eru arkitektar að hruninu,og í dag eru nákvæmlega tvö ár frá því að félagi þinn hann Geir H Haarde bað guð að blessa þjóð sína.Hverja viltu fá í stjórn?Er sammála þér að það virðist og er að það gangi ansi,ansi hægt hjá núverandi stjórn að koma hér skikkan á málin.
Númi (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 16:02
Burt með þessa stjórn. VG afturhaldið á ekkert erindi í stjórn. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verða að mynda stjórn strax, til að bjarga öllu frá hruni. Kosningar eru ekki valkostur í stöðunni. Hvort Framsókn eða Hreyfingarleysið taka þátt í stjórninni verður að ráðast en ekki skilyrði.
Geirmundur heljarskinn, 6.10.2010 kl. 23:22
Sigurður. þú varst klókur að tala bara um hvað vinstri stjórnin gerði rangt eftir yfirtöku á gjörsamlega splundruðu búi!
Hefðir þú hætt þér í að útskýra margra ára og áratuga spillingu og splundrun mannlegs samfélags á Íslandi hefðir þú verið í vondum málum?
það var að sjálfsögðu auðveldasta og aumingjalegasta leiðin að kvarta yfir útslitnum skúringarþrælunum sem eru með þjófahyski gömlu flokkanna í stjórnarandstöðu? Ja mörg eru mannanna þjóðfélags-meinin!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2010 kl. 01:10
Það er magnað hvað þeir fáu sem enn fylgja þessari óhæfu stjórn tala alltaf um fortíðina. Hér varð bankahrun, það vita allir. Það ættu allir einnig að vita að það varð vegna þess að þeir voru rændir innanfrá af mönnum sem komust yfir þá. Vissulega má einnig segja að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hafi ekki staðið vel að málum en þeir rændu ekki bankana!
Núna er verkefnið að komast út úr þeirri kreppu sem bankaránið olli. Vinstri flokkarnir fengu tækifæri til þess. Aðferðarfræðin sem þeir nota er ekki að virka, frekar hallar undan en hitt. Eitt og hálft ár hefur farið í súginn vegna getuleysis þeirra og innbyrgðis deilna. Því verður að setja þessa stjórn af strax og boða til kosninga. Ef það er vilji fólksins að þessir flokkar haldi áfram að ljúga og svindla á því munu þeir fá umboð til þess í kosningum. Ef fólk vill hins vegar leyfa öðrum að spreyta sig mun það koma fram í kosningum, því er rökrétt að kjósa svo fljótt sem hægt er!!
Gunnar Heiðarsson, 7.10.2010 kl. 04:32
Kannski hafa nú heyrst furðulegri raddir Gunnar H. en þær raddir sem undrast mannalæti hrunverjanna. Ég er í hópi þeirra sem langar til að öskra margsinnis á hverjum degi yfir heimsku vinstri stjórnarinnar, svikum hennar og þó síðast en ekki síst snautlegum undirlægjuhætti hennar gegn ofbeldi AGS og eigenda þess sjóðs.
En heldur vildi ég leita á náðir Mugabes við endurreisn samfélagsins en að fela heimskum og óheiðarlegum leiðtogum Sjálfstæðisflokks leiðsögnina. Ég sagði heimskum og óheiðarlegum því ekki hef ég fengið að sjá neina breytingu á hugmyndafræði þessa skelfilega foystuliðs.
Hvar skyldi nú eiginkona álversforstjórans sjá viðreisnina annars staðar en í meira og meira orkubruðli til álvera? Er það ekki eina hugmyndafræði sjallanna og endurnýjuð vikulega?
Og það skiptir engu hversu oft sú lygi er endurtekin að enginn hafi getað séð fyrir bankahrunið á Íslandi og þær hrikalegu afleiðingar sem þá blöstu við. Það er til fjöldi myndbanda og fjöldi blaðagreina sem sannar það gagnstæða.
Það var hugmyndafræði sjálfstæðismanna sem tortímdi framtíðarhorfum íslenskra fjölskyldna.
Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.