Þvílík skömm að láta fólk standa úti í biðröðum eftir matargjöfum.

Hún er mikil skömm okkar á Íslandi að láta fólk standa úti í biðröðum eftir að þiggja matargjafir. Það er varla auðvelt fyrir nokkurn mann að þurfa að leita á náðir hjálparstofnana til að þiggja matarpakka. Það hljóta allar aðrar leiðir að vera lokaðar þurfi fólk að grípa til þess.

Það er mikil skömm fyrir borgaryfirvöld og velferðarráðuneytið að það skuli horfa uppá það mánuð eftir mánuð að niðurlægja fólk með slíkum útibiðröðum.

Nóg er til af húsnæðinu sem stendur autt í Reykjavík,sem hægt væri að bjóða undir hjálparstarfsemina. Fólk þyrfti þá ekki að standa úti til sýnis öllum sem framhjá fara.

Það verður að taka á þessari skömm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo sannarlega. Og meiri var þó skömmin að þessu ástandi þegar því var trúað að á Íslandi hefði gróðinn verið fundinn upp og ráðherrar ultu út úr einkaþotum inn í erlendar svallveislur peningafíkla og D listinn stýrði Reykjavíkurborg.

Nú stendur þjóðin þó frammi fyrir mesta hruni vestræns ríkis á sögulegum tíma. 

En skömmin í þessum málaflokki virðist hanga við alla stjórnmálaflokka okkar eins og lúsin við hreppsómagana á fyrri öldum.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 22:55

2 identicon

Ó nei Árni Gunnarsson þessi skömm hangir ekki við alla flokka ÞESSI SKÖMM ER SAMFYLKINGAR- OG BESTAFLOKKS SKÖMM og það er skömm sem þjóðin mun ekki gleyma. Samfylkingin hefur alltaf notað þessa huglausu aðferð "það er þeim að kenna ekki okkur við vorum bara í borgarstjórn og ríkisstjórn með þeim en þeir gerðu þetta ekki við"

Þess verður ekki langt að bíða að þeir benda á Besta flokkin og segja þetta var allt þeim að kenna við gerðum ekkert.

Sveinn (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 05:46

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hjálparsamtökin reyna hvað þau geta þó vissulega sé þetta óforsvaranlegt að láta fólk bíða í röðum langar leiðir. Mér finnst þurfa að gera úttekt á því afhverju þetta fólk þarf þessa aðstoð. Er þetta fólk fast í kringumstæðum þar sem útgjöld eru meiri en tekjur þrátt fyrir fyrirhyggju eða hversu mikið hlutfall er vegna óreglu? Er tekjuviðmiðunin raunhæf sem notast er við eða er staðan orðin þannig að ef raunverulega er reiknað út kostnaður við að lifa daglegu lífi þá ættu 30% þjóðarinnar að fá framfærslustyrk?

 Afhverju er Borgin ekki að sinna framfærsluskyldu sinni með því að láta alla sem þess þurfa fá einhverskonar kreditkort til úttektar í matvöruverslunum. Ef einhverra hluta vegna ekki er til nægur matur á heimilum þar sem börn eru vegna óreglu hlýtur barnaverndarsvið að eiga að tryggja aðgang að þessum vörum. Hluti af framfærslu gæti þá verið á formi úttektar þar sem eingöngu er hægt að taka út matvæli.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.10.2010 kl. 06:50

4 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Já þetta er svo sannarlega með öllu ólíðandi.  Hvers vegna er ekki Félagsþjónustan fengin til að vinna að þessu?  Mál hvers og eins  skoðað og aðstoð veitt eftir því sem  greining leiðir í ljós. Það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta biðraðadæmi sýnir.

Auður Matthíasdóttir, 22.10.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband