Ósmekkleg fyrirsögn með myndskeiði úr ræðu á mbl. um Ásmund.

Gott hjá Ásmundi bæjarstjóra í Garði að biðjast afsökunar á óheppilegu orðavali þegar hann ræddi um Steingrím J. Reyndar er það ekkert nýtt að Eyjamenn þurfi að biðjast afsökunar á þessu kellingartali sínu. Í sumar varð Tryggvi Guðmundsson að biðjasta afsökunar á því að ÍBV stóð sig ekki nógu vel í einum leiknum. Tryggvi sagði þá að liðið hefði spilað eins og Kellingar,en baðst svo afsökunar.

En það er eðlilegt að hiti sé mikill í Suðurnesjamönnum í garð Vinstri stjórnarinnar því staða m´ðala er þannig.

Annars finnst mér fyrirsögnin hér á mbl. með myndskeiðinu úr ræðu Ásmundar ansi ósmekkleg. Fyrirsögnin er: " Kellingaræða  hins klikkaða karls- Ásmundar Friðrikssonar."

Ef þingmenn og ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna taka virkilega á málum Suðurnesja er ekki nokkur hætta á að menn noti ósmekkleg orð í þeirra garð.

 


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammala thessu med ad fyrirsognin a myndbandinu se osmekkleg, tek eftir thvi ad YouTube-myndbandid er thar geymt a vegum Vikurfretta en ekki Moggans.

Nonnsimann (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hvaða merking er í orðtakinu "klikkaður karl" karlfyrirlitning?

Guðmundur Jóhannsson, 31.10.2010 kl. 22:25

3 identicon

Myndbandið á YouTube er afritað þangað af einstaklingi sem sótti ekki sérstakt leyfi til þess hjá Víkurfréttum. Víkurfréttir hýsa upprunalega myndskeiðið á meðfylgjandi slóð:

 http://vf.is/VefTV/46283/default.aspx

Ósmekkleg fyrirsögnin sem birtist á YouTube-útgáfunni er því ekki Víkurfrétta, heldur virðist hún koma frá Láru Hönnu Einarsdóttur, en YouTube-færslan leiðir mann þangað.

Hilmar Bragi Bárðarson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gott að þetta kemur fram.Ég átti erfitt með að trúa að mbl eða Víkurfréttir notuðu svona fyrirsögn.

Sigurður Jónsson, 31.10.2010 kl. 23:50

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki enn fengið botn í það hvers vegna maðurinn þurfti að biðjast afsökunar.   Hann notar þarna alþekkta Íslenska frasa.  Þegar við strákarnir vorum að gera einhvern óskunda af okkur í gamla daga og ef einhver heyktist á verkefninu var sagt við hann: "Hvað þorir'u ekki, þú ert nú meiri kellingin".

Jóhann Elíasson, 1.11.2010 kl. 05:22

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með Jóhanni - veit ekki hversvegna hann baðst afsökunar - þetta er málnotkn sem hefur ekkert með konur að gera - hugarfar Láru Hönnu er hinsvegar samt við sig -

Hún virðist sjá ýmislegt með öðrum gleraugum en flestir aðrir - ætli girðingastaurar virki klámfengnir á hana? Nú eða holur í malbiki?

Margt í orðfari hestamanna hlýtur þá að virka á hana sem argasta klám.

Reiðleiðir - reiðbuxur - ríða við einteyming - hópreið - að ríða berbakt - ríðandi til Þingvalla .................................

Og ekki ætti hún að lesa gamlar frásagnir þar sem m.a. má finna "dónaskap" á borð við þann að konur buðu gestum klofið ( sem þýddi það að molasykur var klipptur í tvennt fyrir gestinn) .

Það kostar klof að ríða röftum = erfið verk reyna á mann.

Allt er þetta spurning um málvenjur og þurfti bæjarstjórinn ekkert að biðjast afsökunar.

Eðlilegt að hann sé ekki sáttur (frekar en aðrir landsmenn ) með framgöngu VG í málum Suðurnesjamanna - og reyndar annara landsmanna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.11.2010 kl. 05:38

7 Smámynd: Vendetta

Ólafur, það er vitað mál, að femínistar þola eki kjarnyrt mál, ekki einu sinni frá gamalli tíð. Femínistafélagið  lét stöðva útgáfu forlagsins Eddu á málsháttarbók fyrir nokkrum árum. Fólk, sem unnir tjáningafrelsi, líkti þessu réttilega við bókabrennu nazista, enda eru öfgafemínistar stundum umtalaðar sem femínazistar.

Það sem fór fyrir brjóstin á þeim voru gamlir, rótgrónir málshættir, sem innihéldu tilvísanir til kvenna eða voru karllægir á einhvern hátt. Ef þær fengju ráðið einhverju, væri stunduð sögufölsun og settur kynjakvóti í hvívetna í íslenzkt mál. Öllum málsháttum yrði breytt eftir þeirra höfði. Þannig yrði málshættinum Maður er manns gaman breytt í Kona er manns gaman.

Annars skil ég ekki hvað stjórn Eddu gekk til að stöðva útgáfu bókarinnar. En þetta sýnir bara hversu mikil ógn öfgafemínisminn er orðinn í íslenzku þjóðfélagi. Og á meðan til eru gungur í áhrifastöðum sem taka mark á þeim, þá fá þær stöðugt meiri völd.

Vendetta, 1.11.2010 kl. 11:01

8 identicon

Ég taldi að fyrirsögninni væri ætlað að gera grín að femínistum og Andra Snæ.

Haukur (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband