Eftir tvö ár er enn verið að reikna út hver staða heimilanna er.

Hvernig getur ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð boðið almenningi uppá að eftir tvö ár frá hruni sé loksins verið að reikna út hver staða heimilanna er. Á meðan er ekkert hægt að gera.

Jóhanna verkstjóri segir eftir mótmælin að auðvitað verði að grípa til almennrar leðréttingar. Annað gangi eftir. Þá koma bankafurstarnir og fjármögnunarfyrirtækin á hennar fund og segja. Þetta viljum við ekki. Og hvað segir Jóhanna. Nei auðvitað er ekki hægt að fara í almennar aðgerðir til að lækka skuldir heimilanna. Það eru einhverjir á móti því.

Tvö ár hafa  liðið. Og nú er verið að reikna langt fram á nótt. Þetta kemur eftir helgi segir Jóhanna. Hvaða helgi hún á við er ekki ljóst. Allavega hafa nokkrar helgar liðið.

Og svo heldur Jóhanna að mótmæli almennings beinist alls ekkert að Vinstri stjórninni og aðgerðarleysis hennar.


mbl.is Raunveruleg staða verði könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt sem Jóhanna segir, "það verður að vinna hratt í þessu máli". Í 20 mánuði hefur þessi stjórn sagst vera að vinna hratt í þessum málum og nokkrum sinnum sagt að meira sé ekki hægt að gera. Það er síðan allavega ljóst að vinnuhraði þeirra er ekki jafn hraða ljóssins, kannski nær hraða myrkursins.

Svo treysta 30%, þeirra sem treysta sér til að kjósa einhvern flokk, þeim til að leiða landið út úr ögöngunum!

Björn (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 16:36

2 identicon

Hér á landi er engin "jafnaðarstefna". Milljörðum og aftur milljörðum er eytt í ESB báknið, í óþökk þjóðarinnar. Þó Hitler hafi kannski sjálfur kallað sig sócíalista, nánar tiltekið þjóðernis-sócíalista, þá tala verk hærra en málskrúð. Samfylkingin hefur komið hér á meiri ójöfnuði en þekkst hefur á Íslandi í næstum 100 ár.

Fram, fram fylking! (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband