Stendur Besti flokkurinn fyrir svikin loforð,bitlinga og ólýðræðislegra vinnubragða ?

Margir eru orðnir leiðir á fjórflokknum svokallaða og telja nauðsynlegt að til komi einhver ný öfl, til að hressa uppá á lýðræðisleg vinnubrögð. Það sýndi sig í kosningunum í Reykjavík að kjósendur vildu fá nýtt afl.

En hver er nú reynslan af Besta flokknum? Fyrir kosningar kom fram hjá Jóni Gnarr að ekki ætta að hækka útsvarið og að það ætti að lækka álögur á íbúana. Nú er það staðreyndin að gera á þveröfugt við það sem lofað var. Ekki er þetta nú dæmi um ný og betri vinnubrögð.

Frá kosningum er búið að veita fullt af bitlingum og Jón Gnarr boðar m.a.s. að það þurfi að ráða annan borgarstjóra sér við hlið. Stöður eru ekki auglýstar heldur úthlutað beint. Segja má að kannski þurfi þetta ekki að koma á óvart. Jón Gnarr sagðist ætla að stunda klíkuskap og koma vinum sínum í vinnu. En voru kjósendur virkilega að kalla eftir þessu með að kjósa Besta flokkinn?

Eru þetta breytingarnar frá fjórflokknum sem fólk vill?

Nú gerir Besti flokkurinn sér far um að sniðganga minnihlutann og hafa ekkert samráð um vinnu við fjárhagsáætlun og fleiri þætti.

Eru þetta breytingarnar sem kjósendur vilja sjá?

Þa hefur sýnt sig að Besti flokkurinn stundar mun verri vinnubrögð en fjórflokkurinn hefur nokkurn tímann leyft sér að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

En þetta er fyndið Siggi og til þess var leikurinn gerður, eins og þú manst. Það er gaman að búa í Reykjavík og allt þetta sem þú telur upp er aðeins til gamans gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.11.2010 kl. 23:17

2 identicon

Ég eins og margir kjósendur Besta Flokksins hef aldrei kosið, og mun aldrei kjósa Samfylkinguna. Út af sleikjuskaps Jóns við hana mun ég aldrei kjósa hann aftur. Þetta voru svo mikil vonbrigði fyrir mig, hvernig byltingarmaðurinn svokallaði kom út úr skápnum sem hirðfífl Samfylkingarinnar, að ég táraðist og missti tímabundið alla trú á breytingar í þessu samfélagi.

Herra Vonbrigði (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband