Ráðherra gagnrýnir tillögur eigin ríkisstjórnar.

Vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar eru með ólíkindum í nánast öllum málum. Það kemur í ljós að málum er hent fram án þess að það liggi fyrir hvort þau hafa stuðning eigin þingflokka eða ekki. Það sem fyllir þó mælinn er þegar einstaka ráðherrar tala gegn tillögum eigin ríkisstjórnar. Það er að sjálfsögðu besta skýringin á því hvers vegna stjórnin er ekkert að gera. Allt virðist illa ígrundað eða alls ekkert unnið.

Tillögur Vinstri stjórnarinnar um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni hafa mætt mikilli andstöðu heimamanna. Það hefur verið bent rækilega á hversu vitlausar þessar tillögur Vinstri stjórnarinnar gagnvart landsbyggðinni séu. Það hefur einnig komið í ljós að í mörgum tilfellum verður um lítinn eða engan sparnað að ræða þegar upp er staðið.

Jón Bjarnason,landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, skrifaði um helgina ágætis grein í Fréttablaðið þar sem hann gagnrýnir mjög þessar tillögur um niðurskurðinn.  Allt er þetta rétt og gott sem Jón skrifar.

En spurningin er hvernig gat Jón Bjarnason samþykkt þessar niðurskurðartillögur í ríkisstjórninni en gagnrýnir þær svo opinberlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband