Fjárlagafrumvarp Vinstri stjórnarinnar gerir ráð fyrir að um 500 missi vinnuna á landsbyggðinni.

Á fallegum stundum leggja stjórnmálamenn mikla áherslu á hversu miklu máli landsbyggðin skipti fyrir okkur öll. Stjórnmálamenn leggja áherslu á að ekki gangi upp að öll þjóðin búi á Reykjavíkursvæðinu. Á landsbyggðinni séu sköpuð verðmæti bæði til sjávar og sveita. Við verðum að vernda landsbyggðina.

Allt er þetta ofsalega fallegt. En hvað leggur svo vinstri stjórnin til? Niðurskurður skal verða svo heiftarlegur á landsbyggðinni í heilbriðgisþjónustu að um 500 manns missa vinnuna. Gangi þetta eftir verður flótti af landsbyggðinni á Reykjavíkursvæðið. Er það virkilega vilji hinnar norrænu velferðarstjórnar að kippa grundvellinum gjörsamlega undan landsbyggðinni?

Það er með ólíkindum að ráðherrum í Vinstri stjórninni skuli láta sér detta í hug að þetta geti gengið.

Þetta má hreinlega ekki gerast.

 


mbl.is 634 gætu misst störf sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú ert að misskilja þetta allt -

eins og hjá narr í Reykjavík sem notast við Múmíndalinn og Kardimonnubæinn þá notar stjórnin Nýju fötin keisarans og það hefur sjs gert um áratugaskeið.

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn hagað sér með þessum hætti væri allt logandi um allt land. Stjórnin er hinsvegar búin að deyfa fólk svo á undanförnum 2 árum með stórlygum - stórhækkunum - stór álögum og svo stórfelldum árásum á þjóðina að svona lagað er bara "lítið" mál.

Þú segir - Það er með ólíkindum ...................................  Það eru einmitt vinstri stjórnir sem haga sér svona - vinstri flokkar tala bara í hina áttina - þetta er aðalsmerki þeirra.

Og talandi um vinstri - Sovétríkin - Norður Kórea - Kína - Rúmenía - Búlgaría - Norðu Víetnam - Kambódía - Kúba -

Þarf að nefna fleiri?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2010 kl. 10:53

2 identicon

Ég hélt að niðurskurður á ríkisútgjöldum snerist um að ná jafnvægi í ríkisbúskap. Þar eru aðeins til tvær leiðir og hvorug vinsæl -- þ.e. að hækka skatta (sem hefur sannarlega verið gert) og skera niður (sem hefur verið gert og á að auka frekar). Margir tala hátt og digurbarkalega um niðurskurð og hversu útblásinn ríkisreksturinn er orðinn, en þegar kemur að því að skera eitthvað niður hefst mikill söngur. Þetta er árás á landsbyggðina, öryrkja, námsmenn, sjúka, o.s.frv. Já og hvers vegna er ekki meira skorið niður af utanríkisþjónustunni? Staðreyndin er nú bara sú að 70% af útgjöldum ríkisins fara til heilbrigðis-, mennta- og félagsmála, að viðbættum vaxtagreiðslum ríkisins. Ef löggæslu er bætt við erum við komin upp í 3/4. Ef einhver raunhæfur niðurskurður á að nást hlýtur hann að koma niður á þessum geirum og við það missir fólk vinnuna. Þessi niðurskurður snertir alls ekki bara heilbrigðisþjónustuna úti á landi heldur ekki síður á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólk er duglegt að láta í sér heyra, sem er gott og skiljanlegt, en ef ekki á að "ráðast á það", hvar á þá að skera niður? Eða eigum við kannski að biðja Steingrím um að hækka skattana okkar enn frekar -- aldrei nema að hann (sem þingmaður NAlands) væri alveg til!

Pétur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband