10.11.2010 | 15:01
Það á að leysa vandamálið en ekki gefast upp.
Siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar eru gifurleg samgöngubót. Það msýndi sig í sumar að þetta gjörbreytti öllu í Eyjum. Því miður hafa nú komið upp vandamál, þannig að margar ferðir hafa fallið niður. Auðvitað gengur það ekki, en ekki einn einast maður leggur til að skipstjóri Herjólfs taki einhverjar áhættur við siglingar inní Landeyjahöfn. Ástæðan fyrir niðurfellingu ferða er sögð vera fyrst og fremst að ekki er hægt að halda nægjanlegu dýpi vegna ófullkominna dæluskipa.
Nú er það ekki boðlegt af hálfu samgönguyfirvalda að ekki sé hægt að útvega nógu öflugt dæluskip sem getur athafnað sig í og við höfnina í meiri vindi heldur en nánast logni.
Hafi ríkissjóður efni á að eyða 90 milljónum í daglangan fund, hlýtur það að vera krafa Eyjamanna og annarra landsmanna að hægt sé að nota þá miklu samgöngubót sem Landeyjahöfn er.
Það er ekkert einsdæmi að kosta hafi miklu til dælingar í höfnum landsins. Svo hljóta menn að þurfa að hraða því að fá hentugra skip til siglinga,eins og gert var ráð fyrir í upphafi.
Það kostar einnig heilmikið fyrir Vegagerðina að halda þjóðvegum landsins opnum yfir vetrarmánuðina til að íbúar hinna dreifðu byggða geti ferðast um á eðlilegan máta.
Eyjamenn eiga þá kröfu á ríkissjóð að allt verði gert til að halda þessari siglingaleið opinni allt árið.
Vilja loka Landeyjahöfn tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður -
Er ekki betra að hörfa en verða höggvinn?
Þessi vanræðahöfn er og verður ekkert annað. Ekki kenna því um að ekki séu til nægilega öflug dæluskip -
Viltu kaupa nýtt á einhverja hundruði milljóna -? Þorlákshöfn er frábær höfn og þaðan er unnt að aka í gegnum Þrengslin í stað þess að fara í gégnum þéttbýliskjarnana á Suðurlandi með tilheyrandi slysahættu - svona fyrir utan slit á vegum og bílum.
Sjórinn hættir ekki að flytja til sandinn - hversu öflugt eða öflug skip verða keypt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.11.2010 kl. 15:14
Sigurður, ert þú með einhverja "patentlausn" á vandanum???? Það var vitað hjá "úrtölumönnunum" svokölluðu sem töluðu á móti þessari framkvæmd frá byrjun og þá á ég við frá því að hugmynd um höfn þarna koma fram, að allt myndi ganga þarna þokkalega fyrsta sumarið enda var höfnin opnuð rétt fyrir þjóðhátíð og eins og við var að búast þá var allt í lukkunnar velstandi fyrstu vikurnar en þá fór gamanið að kárna og nú er svo komið að gamanið er orðið ansi grátt ef ekki kolsvart. Höfn á þessum stað getur ALDREI orðið til friðs og mér finnst nú svolítið hæpið að kalla þessa höfn SAMGÖNGUBÓT.
Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 16:14
Ég trúi því ekki að samgönguyfirvöld hafi farið í þessa framkvæmd öðruvísi en að hafa kannað alla þætti. Það bara getur ekki verið.
Sigurður Jónsson, 10.11.2010 kl. 16:18
Þér er alveg óhætt að trúa því og þú verður líka að gera þér grein fyrir því að pólitískur "þrýstingur" á það að farið yrði í þessa framkvæmd var alveg gríðarlega mikill og það getur hafa haft áhrif á það hver niðurstaðan varð...
Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 16:35
Var það sem sagt rétt hjá Árna Johnsen að skynsamlegra væri að fara í göngin. Það væri ódýrari kostur þegar upp er staðið?
Sigurður Jónsson, 10.11.2010 kl. 17:19
Ég treysti mér nú ekki til að fjalla um það, en er þetta ekki virkt eldfjallasvæði??
Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 17:41
Sigurður einsog þú líklega veist að þá var margbúið að vara við því að byggja höfn þarna.Kaninn lét gera könnun þarna á stríðsárunum um að byggja höfn,en sáu það að það væri algjör óhæfa.
Númi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.